Skýrsla Sameinuðu þjóðanna “síðasta viðvörun” um umhverfisspjöll og mannfjölgun

0
488

 

Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) segir í nýrri skýrslu að miklar ógnir steðji að jörðinni allt frá loftslagsbreytingum og útdauða dýrategunda til sívaxandi erfiðleika við að brauðfæða sífellt fleiri jarðarbúa.  

 

 

Þessar viðvaranir eru settar fram í skýrslu UNEP:  Global Environment Outlook: environment for development (GEO-4) sem var kynnt um allan heim 25. október, tuttugu árum eftir að Brundtland-nefndin gaf út tímamótaskýrslu sína: Our Common Future.  Achim Steiner,  forstjóri UNEP sagði á blaðamannafundi í New York að skýrslan sem samin var af 388 sérfræðingum og vísindamönnum væri víðtækasta og umfangsmesta úttekt Sameinuðu þjóðanna á umhverfismálum og sagði að þarna væri í raun “síðasta viðvörunin til alþjóðasamfélagsins.”   

 

34% fjölgun jarðarbúa 20 árum

"Íbúafjöldi jarðar er orðinn svo mikill að við miðað við núverandi neyslustig stendur jörðin ekki undir honum," sagði Achim Steiner. Undanfarna tvo áratugi hefur jarðarbúum fjölgað um nærri 34% úr fimm milljörðum í 6.7 milljarða en fjárhagslegur auður hefur minnkað um þriðjung. Það landrými sem hver jarðarbúi hefur minnkar sífellt. Árið 2005 voru 2.02 hektarar á hvern jarðarbúa en voru 7.91 árið 1900. Búist er við að þetta pláss verði orðið aðeins 1.63 hektari á mann árið 2050.  

Tveir Nóbelar af síðustu þremur til umhverfismála

Marcus Lee,  sérfræðingur UNEP benti á á  blaðamannafundi í Brussel að í tveimur af síðustu þremur skiptum sem friðarverðlaunum Nóbels hefur verið úthlutað, hafi það verið fyrir umhverfisvernd. Þetta sýndi í  hve ríkum mæli athygli á umhverfismálum hefur aukist og jafnframt skilningur á tengslum þess málaflokks við frið og öryggi.

“Það er mikilvægt að hafa í huga að Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (Intergovernmental Panel on Climate Change/IPCC) sem hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt Al Gore var stofnuð af UNEP og Alþjóða veðurfræðistofnuninni í kjölfar útgáfu Brundtland skýrslunnar,” sagði Marcus Lee.  

 

 

En þrátt fyrir þennan árangur eru mörg vandamál óleyst. Í  GEO-4 skýrslunni segir: ”Þróunin er ekki jákvæð í einu einasta þeirra meginviðfangsefna sem fjallað var um í  Our Common Future fyrir tuttugu árum.”

 

 

 Loftslagsbreytingar

 

Í skýrslunni segir að svo mikil ógn stafi af loftslagsbreytingum að þörf sé á verulegri minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegund fyrir miðja öldina. Viðræður hefjast í desember um nýjan sáttmála til að taka við af Kyoto bókuninni. Þrýstingur hefur aukist á nokkur þróunarríki sem hafa iðnvæðst hratt, að draga úr útblæstri en Kyoto bókunin tók ekki til þeirra.

 

Fram kemur í skýrslunni að árleg losun koltvíserings í andrúmsloftið hafi aukist um þriðjung frá árinu 1987 og ógnin af loftslagsbreytingum sé svo mikil að það þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegund um 60-80% til að hindra óafturkræfar breytingar.   

 

Fiskveiðar hrynja fyrir 2050  Steiner varaði við því að allar tegundir fiskjar sem eru veiddar gætu hrunið fyrir 2050 ef núverandi sókn heldur áfram.  Í GEO-4 kemur fram að veitt er 250% meira en réttlætanlegt er til að fiskistofnarnir séu sjálfbærir. 30% fleiri fiskistofnar teljast hafa hrunið nú en var fyrir tuttugu árum.  Dýrategundur deyja út hundrað sinnum hraðar en dæmi eru um í sögunni. 12% fugla eru í útrýmingarhættu; 23% spendýra og meir en 30% hryggleysingja.