Söguleg ráðstefna frjálsra félagasamtaka og SÞ hefst í París

0
428

 París, 3. september 2008. Sextugasta og fyrsta ráðstefna Upplýsingadeildar Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka hófst í höfuðstöðvum UNESCO í París í dag. Ráðstefnan er í fyrsta skipti haldin utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Tilefnið er að í ár er þess minnst að í ár eru sextíu ár liðin frá því Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt í Pailais de Chaillot í París.  Þema ráðstefnunnar í ár er “Að staðfesta mannréttindi okkar allra.” 

 Meir en tvö þúsund samtök frá 90 ríkjum taka þátt í þriggja daga ráðstefnunni. Hún er skipulögð í sameiningu af framkvæmdanefnd upplýsingadeildar SÞ og frjálsu félagasamtakanna, UNESCO,  Mannréttindafulltrúa SÞ og ríkisstjórn Frakklands. 

Í ávarpi sem flutt var af myndbandi við opnunina sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að "oft væri það þeir sem minnst vissu um réttindi sín, sem hefðu brýnasta þörf fyrir þau” og að “frjáls félagasamtök og borgaralegt samfélag eru kjörinn vettvangur til að efla mannréttindi á meðal grasrótarinnar.”

Árið 2008 er einnig alþjóðlegt ár tungumála. Kiyo Akasaka, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ á sviði upplýsingamála hélt opnunarræðu sína á frönsku. Akasaka sagði að markmið ráðstefnunnar væri skýrt: “Við viljum tengjast enn fleiri frjálsum félagasamtökum frá öllum heimshornum.”

Félagasamtök frá fleiri ríkjum sækja nú ráðstefnuna en á síðasta ári sérsaklega frá Evrópu en einnnig frá Afríku og Asíu. 

Auk framkvæmdastjórans, sendi Srgjan Kerim, forseti Allsherjarþingsins ávarp sem flutt var af myndbandi og Koïchiro Matsuura, forstjóri UNESCO Director General og Bacre Ndiaye, frá Mannréttindafulltrúa SÞ fluttu einnig ávörp. Baráttukonan Simone Veil, fyrrverandi ráðherra í frönsku stjórninni flutti aðalræðuna.

Á ráðstefnunni eru margs konar sýningar, vinnuhópar starfa og hringborðsumræður eru haldnar. Sjá má yfirlit á heimasíðu ráðstefnunnar. 

Meðal málefna sem eru til umræðu eru:

• Að taka á grófum mannréttindabrotum: forvarnir og ábyrgð
• Fæða sem mannéttindi: framlag til lausna úr ýmsum áttum 
• Réttindi fólks með skerta getu: frá undantekningu til jafnréttis

• Að hafa Mannréttindayfirlýsinguna í heiðri
• Vatn sem mannréttindi og sameiginleg auðlind
• Réttindi kvenna – Ofbeldi gegn konum og menningarleg arfleifð

Þema næstu ráðstefnu SÞ og frjálsra félagasamtaka verður Afvopnun en ekki hefur verið ákveðið hvar ráðstefnan verður haldin. 
 
Sjá nánar: http://www.un.org/dpi/ngosection/index.asp