COVID-19: Geðheilbrigði verður að vera í fyrirrúmi

0
776
Andlegt heilbrigði Covid19
COVID-19 Geðheilbrigði ber að vera í forgangi. Mynd:Unsplash.

Viðnámsaðgerðir við útbreiðslu COVID-19 veirunnar á borð við hömlum við líkamlegri nánd, lokun skóla og vinnustaða geta haft umtalsverð áhrif á  geðheilbrigði fólks.

„Reynsla okkar af slíku neyðarástandi er að það er mikið álag á geðheilsuna,“ segir Aiysha Malik geðheilsusérfræðingur hjá WHO á vikulegum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær.

Að mati sérfræðinga WHO – Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar – er það fullkomlega eðlilegt að finna fyrir álagi, kvíða, einmanaleika og ótta á hamfaratímum.

Ástandið krefjist þess að ekki aðeins heilbrigðiskerfið helur ýmsir aðrir hlutar samfélagsins leggi sín lóð á vogarskálarnar til að tryggja velferð íbúanna á næstu vikum og mánuðum.

Afar þýðingarmikið í þessu sambandi er að koma tímabærum, skiljanlegum og áreiðanlegum upplýsingum um kórónaveirufaraldurinn á framfæri. Jafnframt að bjóða upp á sálfræðilegan stuðning og halda áfram umönnun með fólki sem á við vitsmunalega- og andlega fötlun að stríða.

Heilbrigðisstarfsmenn eru líka undir miklu álagi þessa dagana og það verður að vera í algjörum forgangi að sinna andlegri líðan þeirra.

Geðheilbrigði þeirra sem ná sér

WHO varar líka við því að fólk sem nær sér af COVID-19 smiti, kunni að þjást af andlegu álagi þegar það hefur náð heilsu á ný og sé kvíðið, þunglynt og sakbtiið. Þá sýnir reynsla af fyrri faröldrum að þetta fólk kunni að finna fyrir fórdómum í samfélaginu.

Geðheilbrigði
Faðmlag er gott – en best í huganum!

„Við verðum að leiðrétta ranghermi og berjast gegn fordómum af þessu tagi hvenær sem við verðum þessa var,“ sagði Dr. Dorit Nitzan,  sem samhæfir viðbrögðum við heilbrigðisvá hjá Evrópuskrifstofu WHO.

Ríkisstjórnum ber að grípa til aðgerða tl að takast á við geðheilsuvandann á tímum kórónaveirunnar. Tryggja verður að geðheilbrigðissviðið sé undir það búið að hjálpa þeim sem eiga í vök að verjast vegna kvíða og annara afleiðinga álagsins.

Einstaklingar geta líka sjálfir eflt heilsu sína og annara, jafnt andlega sem líkamlega.

  • Brýnt er að hreyfa sig.
  • Vera virkur og sinna einhverju þar sem viðkomandi sér árangur erfiðis síns.
  • Sýna samstöðu með því að hjálpa nágrönnum.
  • Skiptast á uppbyggilegum sögum.
  • Hlúa að félagslegum tengslum
  • Hjálpa rosknum ættingjum sem gengur illa að fóta sigí stafrænum heimi.

„Við erum öll sérfræðingar í okkar eigin velferð,“ sagði dr. Malik. „Við þurfum að skipast á upplýsingum um þær aðferðir sem duga.“

Sjá geðráð á kórónaveirutímum hér.

Sjá nánar um viðbrögð WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar við COVID-19 hér.