SÞ biðja um milljónir í þágu Filippseyja

0
499

 

philippinestyphoo

13.nóvember 2013. Sameinuðu þjóðirnar fara fram á 301 milljóna dala framlög til mannúðaraðstoðar á Filippseyjum. Hjálparstarfsmenn vinna nú þegar allan sólarhringinn við að koma fórnarlömbum fellibyljarins Haiyan til hjálpar. Brýnast er að koma mat, hreinu vatni, bráðabirgðaskýlum og helstu lyfjum til nauðstaddra.

Talið er að rúmlega ellefu milljónir manna hafi orðið fyrir skakkaföllum af völdum fellibyljarins en 673 þúsund eru á vergangi.

„Ákallið um þrjú hundruð millnóna dollara framlagið er til næstu sex mánaða,” segir Jens Laerke, talsmaður Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) í Genf. “Samtök sem vinna að mannúðarmálum vinna hörðum höndum að því að efla starf sitt til þess að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til bágstaddra. Ógerlegt er að komast til sumra svæða, en smátt og smátt hefst það.”
Umtalsverð þörf er á aðstoð við heilsugæslu að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), ekki síst vegna þess að fólk býr við þrengsli og vatn hefur mengast, en slíkt getur haft í för með sér útbreiðslu smitsjúkdóma. Þörfin fyrir hreint drykkjarvatn og salernis- og hreinlætisaðstöðu er enn brýnni vegna þess að spáð er öðrum hitabeltisstormi.

Mynd: Maður í Tacloban, Leyte á Filippseyjum heldur á börnum sínum í fanginu. UNICEF.