SÞ gagnrýna hlutskipti blökkumanna í Bandaríkjunum

0
474

Ferguson

26.nóvember. Yfirmaður Mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að uppræta verði “kerfislæga mismunun” í Bandaríkjunum. 

Mannréttindastjórinn (High Commissioner for Human Rights) gaf út yfirlýsingu í gær í kjölfar þess að kviðdómur ákvað að sækja ekki til saka lögregljumann sem skaut svartan mann til bana í borginni Ferguson í Misouri ríki. Þar segir: 

„Ég hef þungar áhyggjur af því að hlutfallslega of margir ungir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna deyja eftir viðskipti við lögreglumenn, að hlutfallslega of margir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna sitja í fangelslum og hlutfallslega of margir bíða aftöku,“ segir Mannréttindastjórinn Zeid Ra’ad Al Hussein í yfirlýsingu sinni.

ZeidZeid segir að almenningur hafi rétt til þess að mótmæla niðurstöðu kviðdómsins um að ákæra ekki lögreglumanninn sem skaut Michael Brown til bana í Ferguson, en hvatti mótmælendur til að forðast ofbeldi og eyðileggingu.

„Ég þekki ekki efnisatriði sem lögð voru fyrir kviðdóminn í Missouri en þar skipta máli gæði rannsóknarinnar á morði Michael Brown, og því get ekki ég kveðið upp úr um hvort úrskurðurinn er í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög,“ segir Zeid.

Í yfirlýsingu sinni bendir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna á athugasemdir hafa verið gerðar af hálfu virtra stofnana og stofnana Sameinuðu þjóðanna sem fylgjast með því hvort alþjóðlegir mannréttindasáttmálar sem Bandaríkin hafa staðfest, séu virtir. Aðeins á þessu ári hafa athugasemdir verði gerðar af hálfu Nefnd um afnám kynþáttamisréttis og Mannrétindanefndarinnar.

Þar að auki hafa foreldrar Michael Brown snúið sér á síðustu vikum til Nefndarinnar gegn pyntingum, en þar er fjallað þessa stundina um hvernig Bandaríkin sinna skuldbindingum sínum gagnvart Samningnum gegn pyntingum. Nefndin skilar niðurstöðum sínum á föstudag.

Ljósmynd: 1.) Mótmæli í New York í ágúst vegna dauða Michael Brown í Ferguson. Mynd: Loey Felipe. 2.) Zeid  Ra’ad Al Hussein, Mannréttindastjóri SÞ.  Sþ-mynd.