Laun kennara séu í takt við mikilvægi starfsins

0
421

kennsla

5. október 202. Alls vantar 1.7 milljónir kennara til að ná því markmiði að öll börn heimsins gangi í grunnskóla fyrir 2015. Þetta markmið er eitt af Þúsaldarmarkmiðunum um þróun sem leiðtogar heimsins einsettu sér að skyldi náð fyrir árið 2015 í yfirlýsingu leiðtogafundar sem haldinn var í tilefni af aldamóta- og þúsaldamótanna árið 2000.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu stofnana Sameinuðu þjóðanna í tilefni af Alþjóðadegi kennara 5. október.

Þar eru stjórnvöld hvatt til þess að útvega viðeigandi kennslu og þjálfun fyrir kennara og umbuna kennurum í samræmi við mikilvægi starfa þeirra. Kennarar á hinn bóginn þurfi að standa nemendum sínum og samfélögum reikningsskil.

“Við verðum að brjótast úr út vítahring versnandi starfsaðstæðna fyrir kennara til þess að bæta gæði menntunar fyrir alla,” segir í yfirlýsingunni. “Heimurinn gerir miklar kröfur til kennara, þeir hafa fyllsta rétt til að gera slíkar kröfur til okkar.”
Að yfirlýsingunni standa í sameiningu yfirmenn UNESCO, UNICEF, UNDP, ILO og Education International, fulltrúa kennarasamtaka um allan heim.

Mynd: Kennsla í grunnskóla í Úganda. UNICEF/Shehzad Noorani