SÞ samræma hjálparstarf í Nepal

0
405
Nepal Earthquake 27 04 2015 Photo WFP Sakun Gajurel 1

Nepal Earthquake 27 04 2015 Photo WFP Sakun Gajurel 1

27.apríl 2015. Samenuðu þjóðirnar hafa brugðist skjótt við jarðskjálftanum öfluga í Nepal.

Matvælaáætlun samtakanna (WFP) og Barnahjálpin (UNICEF) hafa sent umtalsverðan liðsauka á staðinn, en talið er að ekki færri en 3 þúsund hafi látist.

Hópur sérfræðinga SÞ er kominn á staðinn til að meta skaðann og samræma viðbrögð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna vinna með mannúðarsamtökum og styðja við bakið á ríkisstjórn landsins í glímunni við afleiðinga skjálftans. Koma þarf brýnustu þörfum hið allra fyrsta til nauðstaddra, ekki síst matvælum og tjöldum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur þegar dreift brýnustu nauðsynjum til að tryggja heilsu 40 þúsund manns.

Nepal Earthquake 27 04 2015 Photo WFP Sakun Gajurel 2„Mestu skiptir að bregðast sem hraðast við þegar leitar- og björgunaraðgerðir eru annars vegar,“ segir Valery Amos, framvæmdastjóri Mannúðarmála og samræmandi hjálpastarfs hjá Sameinuðu þjóðunum. „Aðgerðir ríkisstjórnar Nepals hafa þegar bjargað mörgum mannslífum. Hjálparsveitir frá Indlandi, Pakistan, Kína og Ísrael hafa þegar hafið störf og liðsauki er væntanlegur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Singapúr, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Evrópusambandinu og mörgum fleirum.“

Sérfræðingar WFP um birgðaflutninga og fjarskipti eru komnir til Katmandu og vinna af fullum krafti við að undirbúa þær umfangsmiklu aðgerðir sem nauðsynlegar eru á næstu mánuðum. Von er á fleirum. Starfslið WFP í Nepal metur umfang skemmda og bestu leiðir til að koma til hjálpar. Ljóst er að einna brýnast er að koma þarf matvælum til bágstaddra.

Helmingur íbúa Nepals eru á barnsaldri og UNICEF Barnahjálp SÞ hefur þungar áhyggjur af velferð þeirra. Nepal Earthquake 27 04 2015 Photo WFP Sakun Gajurel 3Margir hafa orðið að sofa utandyra í næturkuldanum;  heimili barna hafa skemmst eða eyðilagst og sama gildir um skólahús. UNICEF dreifir nú nauðsynjum á borð við töflum til að hreinsa vatn, hreinlætisbúnað og bráðanæringu.

Víða er rafmagnslaust af völdum skjálftans og farsímasamband er af skornum skammti, að ekki sé minnst á skemmdir á samgöngumannvirkjum. Mannfall og skemmdir hafa einnig orðiði í Tíbet, Indlandi og Bangladesh.

Myndir: Sakun Gajurel/WFP.