Staðfest að 2021 var á meðal sjö hlýjustu ára sögunnar

0
588
Hitamet
Perpetua höfði í Siuslaw skógi í Bandaríkjunum. Mynd: NOAA.

Alþjóða veðurfræðistofnunin hefur staðfest að árið 2021 er á meðal sjö heitustu ára sem um getur. Þá var árið það sjöunda í röð þar sem hiti er hærri en 1°C yfir hitastigi fyrir iðnbyltingu. Hlýnun jarðar er því þegar komin nærri þeim mörkum sem miðað er við í Parísarsamningnum um loftslagsbreytingar frá 2015.

Hafa ber í huga að þrátt fyrir að veðurfyrirbærið La Niña stuðli að kólnun á árunum 2020-2022 events, var 2021 engu að síðusr eitt af sjö heitustu árum frá því mælingar hófust. Þetta er niðurstaða Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO)eftir af hafa tekið saman efni sex helstu talnagrunna í heimi.

Hitamet
Eldingar í Colorado í Bandaríkjunum. Mynd: David Moum/Unsplash

Stofnunin segir að búast megi við að hlýnun jarðar og aðrar langtíma loftslagsbreytingar hali áfram vegna þess að aldrei hefur meira af gróðurúsalofttegundum safnast fyrir í andrúmsloftinu.

Meðalhiti í heiminum 2021 var um 1.11 (± 0.13) °C hærri en fyrir iðnbyltingu. Í Parísarsamningnum er kveðið á um hámark 1.5°C hækkun hitastigs í heiminum.

Frá 1980 hefur hver áratugur á fætur öðrum verið hlýrri en sá sem á undan fór og WMO segir að búast megi við að þetta haldi áfram.

Heitustu sjö árin hafa öll verið eftir 2014. Heitust þeirra voru 2016, 2019 og 2020. El Niño var óvenju öflugur 2016 og stuðlaði að því að meðalhitamet var slegið. La Niña fyrirbærið virkar hins vegar til kælingar.

„La Niña sem hefur staðið yfir tvö ár í röð hefur haft það í för með sér að hlýnunin 2021 var minni samanborið við undanfarin ár. En samt sem áður var 2021 heitari en fyrri ár þegar La Niña hefur gætt”, sagði Petteri Taalas forstjóri WMO.

Ótvíræð tilhneiging

„Sé til langs tíma litið er hlýnun af völdum aukningu gróðurhúsalofttegunda mun meiri en árlegar sveiflu í hitastigi jarðar af völdum náttúrulegra afla sem hafa áhrif á loftslag,“ segir Taalas.

„Árins 2021 verður minnst fyrir nærri 50°C hitamet í Kanada, sem er sambærilegt við mælingar í Sahara-eyðimörkinni í Alsír. Einnig fyrir óvenjumikla úrkomu og banvæn flóð í Asíu og Evrópu. Á hinn bóginn herjaði þurrkur á hluta Afríku og Suður-Ameríku,“ bætti WMO-forstjórinn við.