Stefán með þrjár af þrjátíu bestu

0
433

Stefán Einarsson, grafískur hönnuður á hvorki meira né minna en þrjár tillögur af þrjátíu bestu í samkeppni Sameinuðu þjóðanna um bestu blaðaauglýsingu til höfuðs fátækt í heiminum.

Dómnefnd undir forystu hins þekkta franska auglýsingamanns Jacques Séguela er þessa dagana að velja bestu auglýsinguna úr hópi þrjátíu sem almeniningur og skipuleggjendur keppninnar kusu.

Alls bárust 2034 auglýsingar í keppnina frá 34 Evrópulöndum. Soffía Spánardrottning afhendir fyrstu verðlaun við hátíðlega athöfn í Madríd 10. september næstkomandi. Verðlaunin eru 5000 Evrur. Vinnings auglýsingarnar munu einnig birtast í ýmsum stórblöðum í Evrópu.

Tuttugu og tvær auglýsingar bárust frá Íslandi og komu fleiri auglýsingar frá aðeins þremur löndum Póllandi, Frakklandi og Ítalíu. Íslenskur auglýsingarnar má sjá hér http://iceland.wecanendpoverty.eu eða með nánari upplýsingum á www.wecanendpoverty.eu með því að setja Iceland í “filter” . Myndir Stefáns eru svo að sjálfsögðu einnig sýndar í hópi þeirra þrjátiu sem valdar voru í úrslit.