Finnland: reykingar minnka án aukningar í veipi

0
623
Tóakslausi dagurinn
Mynd: Phot: Paweł Czerwiński on Unsplash.

Finnar hafa sýnt fram á að hægt er að fækka reykingafólki án þess að það leiti á náðir rafrettna.

Rafrettur hafa rutt sér til rúms og er velta þessarar vöru í heiminum talin hafa numið andvirði 19.3 milljarðar Bandaríkjadala á síðasta ári og er spáð áframhaldandi aukningu.

Alþjóða tóbakslausi dagurinn eða reyklausi dagurinn er 31.maí.

Finnland sker sig hins vegar nokkuð úr. Fyrir tuttugu árum reykti næstum fjórði hver Finni daglega. Árið 2018 hafði það hlutfall lækkað niður í aðeins 14%. Á sama tíma veipaði aðeins 1% Finna daglega.

Meri Paavola var ein af helstu hugsuðum á bakvið reglur sem gerðu þetta mögulegt. Hún stýrði litlum hópi í félags- og heilbrigðismálaráðuneytinu sem samdi löggjöf um rafrettur. Markmiðið var að kæfa rafrettusölu í fæðingu með tóbaksvarnalögum árið 2016.

Í mörgum heimshlutum hefur stýring á tóbaksneyslu haft að leiðarljósi að hindra að fólk ánetjist nikótíni.

Tóbaklausi dagurinn
Bragðefni í rafrettur eru bönnuð. Mynd: cdc-XLhDvfz0sUM-unsplash-

„Finnland var fyrsta ríki í heiminum til að miða lagasetninguna við lokamarkmiðið,” segir meri og vísar til tóbakslaga frá 2010 sem hafði að markmiði að binda enda á notkun tóbaks fyrir 2040. „2016 var þetta víkkað út til að ná yfir allar nikótínvörur. Í reynd felur þetta í sér að bundinn er endir á að menn komi vöru á framfæri sem felur í sér skaða. Það er sérstaklega mikilvægt að benda á tengsl á milli og vanabindingu bæði tóbaks og annara nikótínvara.“

Finnland ruddi brautina í reglum um rafrettur sem fólu í sér bann við bragðefni, aldurstakmark kaupenda, bann við markaðssetningu, sýningu og fjarsölu, innflutningstakmarkanir og bann við notkun á reyklausum svæðum.

Með skjótum viðbrögðum og hörðum reglum hefur Finnum tekist að minnka heðbundnar reykingar án þess að því fylgi samsvarandi aukingin veips.

Berskjaldaðir hópar í forgrunni

„Lagasetningin er mjög mikilvægt skref til að vernda berskjaldaða hópa fyrir rafrettunni,” segir Dr. Paavola. „Til dæmis átti sælgætisbragð að höfða til baran og unglinga.“

Breytingar á tóbakslöggjöf leyfir þannig aðeins sölu á vökva í rafrettur með tóbaksbragði.

Þema Alþjóðlega tóbakslausa dagins (World No Tobacco Day) 31.maí er að vernda ungmenni fyrir lymskubrögðum tóbaksiðnaðarins. Ungt fólk sem notar rafrettur eru í hættu að ánetjast nikótíni því notkun slíkrar vöru hefst oftast á unglingsaldri.

Rafrettur eru ekki skaðlausar því nikótínið í þeim getur haft langtíma afleiðingar á þróun heilans. Þess vegna er vern ungmenna eitt helsta markmið tóbaksneyslustýringar í Finnlandi, ekki síst vegna þess að markaðssetning rafrettna er stöðugt látin höfða til ungs fólks.

Dr Paavola segir að það hafi verið töluverð andspyrna frá rafrettu-iðnaðinum , sérstaklega gegn bragðefnabanninu. Þá þurftu yfirvöld að grípa til aðgerða vegna rafrettu-auglýsingum á strætisvögnum.

Þar að auki hefur komið í ljós að bragðefnin sjálf hafa reynst heilsuspillandi. Reynsla Finna sýnir að mikilvægt sé að sofna ekki á verðinum  því tóbaksiðnaðurinn gríp til hugkvæmra aðgerða til þess að bregðast við lagasetningum.

Sjá nánar frétt frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hér og upplýsingar um Tóbakslausa daginn hér.