Stórmörkuðum gert að gefa óseld matvæli

0
428
8699083859 bf67aec7e0 z

8699083859 bf67aec7e0 z

22.maí 2015. Stærstu matvöruverslunum verður gert samkvæmt nýjum lögum í Frakklandi að gefa útrunninn en ætan mat.

Franska þingið samþykkti samhljóða lög sem kveða meðal annars á um að stórverslunum verði gert bannað að henda slíkum mat. Þess í stað verður þeim gert skylt að annað hvort gera samninga við góðgerðasamtök um að koma slíkum matvælum á framfæri við fátæka, gera úr þeim dýrafóður eða áburð.

Þetta var samþykkt á franska þinginu í gær sem hluti af viðameir löggjöf um orku og umhverfismál.

8699096755 2770a6fbc3 z„Það er hreinasta hneyksli að vita til þess að nú tíðkast að stórmarkaðir henda ætum mat og láti hella klór yfir hann, segir sósíalistinn Guillaume Garot, einn flutningsmanna frumvarpsins.

Sumar matvöruverslanir hafa látið hella klór yfir innihald ruslagáma til að gera öll matvæli sem hent er óhæf til manneldis.

Talið er að Frakkar hendi á bilinu 1700 til 3000 milljónir árlega, að sögn AFP fréttastofunnar.

Stefna ríkisstjórnarinnar er að minnka sóun matvæla um helming fyrir 2025.

Í síðasta mánuði  lögðu þingmenn fram 39 tilllögur um hvernig franska stjórnin gæti beitt sér fyrir að minnka þessa sóun. Á meðal þeirra var að ýta undir að Frakkar tækju upp þann sið að taka óetinn mat með sér heim af veitingastöðum, en svokallaðir „doggy bags“ hafa ekki átt upp á pallborðið í Frakklandi.

Jacques Creyssel, formaður samtaka verslana og dreifingaraði, hefur gagnrýnt nýju lögin á þeim forsendum að þau nái aðeins til allra stærstu matvöruverslana en aðeins mætti rekja 5% matvælasóunar í landinu til þeirra.

Sameinuðu þjóðirnar telja að allt að þriðjungi allra matvæla sé sóað frá og sé aldrei neytt.

 Um 1.3 milljörðum tonn matvæla er sóað árlega og er tjónið talið nema andvirði 750 milljörðum Bandaríkjadala, auk verulegra umhverfisspjalla.

Myndir úr franskri herferð gegn sóun matvæla. Disco soup Brest/https://creativecommons.org/licenses/by-nc/2.0/legalcode