“Stutt skref eins manns- risastökk mannkyns”

0
514

 

International Day of Human Space Flight 2

12. april 2013. Þess er minnst í dag að fimmtíu og tvö ár eru liðin frá þeim sögulega atburði þegar Sovétmaðurinn Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Af því tilefni er dagurinn í dag 12. apríl Alþjóðadagur mannaðs geimflugs. Geimflug Gagaríns markaði upphafið að geimkapphlaupi risaveldanna sem hafði í för með sér ýmiss konar nýjar uppgötvarnir og framfarir í vísindum og verkfræði.

Gagarin flaug hring í kringum hnöttinn um borð í geimfarinu Vostok fyrsta og tók flugið 108 mínútúr. Tveimur arum síðar varð Valentina Tereshkova fyrsta konan í geimnum og sex arum síðar steig Bandaríkjamaðurinn Neil Armstrong fyrstur manna fæti á tunglið og sagði þá ódauðlegu setningu: “stutt skref fyrir einn mann en risastökk fyrir mannkynið”.

Á þessum tíma var geimurinn vettvangur samkeppni en ekki samvinnu á milli þjóða. Þetta hefur breyst því meir en tvö hundruð einstaklingar frá fimmtán mismunandi þjóðum í Ameríku, Evrópu og Asíu hafa nú heimsótt Alþjóðlegu geimstöðina. Rússar hafa tekið við af Bandaríkjamönnum í að skjóta geimflaugum á loft til að tengjast geimstöðinni.

Allsherjarþingið samþykkti 2011 að tileinka 12. Apríl mönnuðu geimflugi í því skyni að efla könnun og nýtingu geimsins á friðsamlegan hátt í þágu alls mannkyns.

Mynd tekin í síðustu ferð geimskutlu út í geiminn.

NASA Goddard Photo and Video Flickr