Súkkulaðimálinu frestað

0
616
Sjálfbær neysla og framleiðsla

Sýningu á myndinni Stóra súkkulaðimálinu sem fyrirhuguð var í Bíó Paradís 13.október hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna nýrra sóttvarnareglna.

Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, Íslandsbanki, Festa og Félag Sameinuðu þjóðanna stóðu að fyrirhugaðri sýningu.

400 manns höfðu skráð sig á myndina sem sýnir mikinn áhuga á málefninu sem kastljósinu er beint að í myndinni. Þau eru sjálfbær neysla og framleiðsla, auk mannsæmandi vinnu.

Beðið verður betri tíma með sýningu myndarinnar þegar aðstæður leyfa. Þeir sem skráðu sig verða látnir vita hvenær þráðurinn verður tekinn upp að nýju.