Svona forðumst við sóun!

0
487
foood waste

foood waste

11.október 2016. Landvernd í samstarfi við Vakandi hafa nú gefið út myndbönd þar sem Dóra Svavarsdóttir kokkur kennir okkur hvernig betur er hægt að fara með mat í því skyni að forðast sóun matvæla.

Mikið er rætt um loftslagsbreytingar, gróðurhúsaáhrif og umhverfismál í fréttum og hversu stór vandinn sé. En lítið er fjallað um hvað við sem einstaklingar getum gert til að taka þátt í því að sporna við þessari þróun.

Við getum nefnilega haft áhrif t.d á þann einfalda máta að hætta að henda mat. Sóun á mat leggur nefnilega mikið til losunar á gróðurhúsalofttegundum. Samkvæmt skýrslu Matvæla– og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að um 3,3 milljarða tonn (gígatonn) af losun koltvísýringsígilda í heiminum á ári megi rekja til matarsóunar en þessi tala jafngildir helmingi þess sem Bandaríkin losa út árlega.

Framleiðsla á matvælum fer fram með miklum tilkostnaði, þar má tiltaka kostnað vegna áburðar, fóðurs, vatns, landsvæða, orkunotkunar, flutnings, umbúða o.fl. Ein afleiðing sóunar á matvælum er að verðlag hækkar til þess að koma í veg fyrir tap vegna sóunar á framleiðslustigi og í verslunum.

Talið er að þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum endi í ruslinu. Með því að draga úr matarsóun spörum við peninga og orku og hættum að vinna gegn náttúrunni.

Við Íslendingar eru þekkt fyrir að vinna mikið. Á sama tíma erum við að sóa miklum fjármunum með því að henda mat. Mat sem er fullkomlega ætur.
Myndböndin má finna hér http://matarsoun.is/default.aspx?pageid=9712bf05-0b02-11e6-a224-00505695691b 

og http://matarsoun.is/default.aspx?pageid=9712bf05-0b02-11e6-a224-00505695691b