Sykurskattur getur skilað miklum árangri

0
464
SugarDrinks1

SugarDrinks1

12.október 2016. Skattlagning sykurs getur skilað miklum árangri í heilbrigðismálum, svo sem að draga úr offitu, sykursýki 2 og tannskemmdum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

„Ef ríkisstjórnir skattleggja vörur á borð við sykraða drykki, getur það dregið úr þjáningum og bjargað mannslífum,“ segir Dr. Douglas Bettcher, deildarstjóri hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnununni.

„Auk þess greiðir slíkt fyrir því að hægt sé að lækka útgjöld við heilbrigðisþjónustu og sparað fé sem nota má til fjárfestinga í heilbrigðiskerfinu,“ bætir hann við.

Ný skýrsla WHO er gefin út í tilefni af Alþjóðlegum degi gegn offitu. Þar er því haldið fram að með því að beita skattlagningu til að hækka verð sykraðra drykkja um 20% sé hægt að stuðla að hlutfallselgri minnkun neyslu slíkrar vöru. Þá er bent á að niðurgreiðslur sem gætu lækkað verð á ávöxtum og grænmeti um 10-30% geti aukið neyslu þeirrar vöru umtalsvert.

WHO segir að minnkun neyslu hefði í för með sér minni neyslu viðbættum sykri og hitaeininga og bætta næringu. Færra fólk myndi þjást af völdum offitu, sykursýki og tannskemmda.

Með viðbættum sykri er átt við glúkósa,frúktósa og borðsykur sem bætt er í vörur af fremleiðanda, kokki eða neytanda til viðbótar við náttúrulegan sykur sem er í td.hunangi, síropi og ávaxtadrykkjum.
Offita fer í vöxt

„Neysla viðbætts sykurs, þar á meðal í sykruðum drykkjum, leikur stórt hlutverk í fjölgun fólks í heiminum sem þjáist af offitu og sykursýki,“ segir Dr. Bettcher.

Á árunum 1980-2014 tvöfaldaðist tíðni sykursýki í heiminum og nú telst meir en hálfur milljarður fullorðinna offeitur, það er 11% karlmanan og15% kvenna. Meir en einn þriðji, eða 39% fullorðinna í heiminum, 18 ára og eldri, er svo of þungur.

Skýrslan er afrakstur fundar sérfræðinga sem kallaðir voru saman til fundar í Genf í fyrra að beiðni aðildarríkja WHO til að leggja mat á árangur af skattlagningu.

Nánar: http://www.who.int/dietphysicalactivity/publications/fiscal-policies-diet-prevention/en/

http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55265#.V_4x0-B94dW  

 http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2016/curtail-sugary-drinks/en/

Mynd: World Bank/Flore de Preneuf