Sýrland

0
635

Mannréttindafulltrúi SÞ: Verndið fólkið

GA SyriaAllsherjarþingið ræðir um Sýrland. SÞ-mynd/Paulo Filgueiras13. febrúar 2012. Æðsti yfirmaður mannréttindamála innan Sameinuðu þjóðanna skoraði á aðildarríki samtakanna að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda sýrlensku þjóðina nú þegar ríkisstjórnin brýtur á bak friðsamleg mótmæli með valdi og fjöldi látinna og særðra fer síhækkandi.  
“Því lengur sem alþjóðasamfélagið lætur hjá líða að grípa til aðgerða því meir líða óbreyttir borgarar fyrir óteljandi grimmdarverk gegn þeim,” sagði Mannréttindafulltrúinn Navi Pillay í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.    
“Ríkisstjórn Sýrlands hefur bersýnilega brugðist þeirri skyldu sinni að vernda borgarana,” sagði hún. “Sérhvert ríki innan hins alþjóðlega samfélags verður að grípa til að gerða nú þegar til að vernda íbúa Sýrlands.”    

Ítarlegar frásagnir af kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal nauðgunum þar sem andófsmenn aðallega karlar og drengir eru hafðir í haldi, eru ógnvekjandi að mati Mannréttindafulltrúans.  
Allsherjarþingið skipað öllum 193 aðildarríkjum samtakanna kom saman til að ræða skýrslu Mannréttindaráðsins frá því í desember á síðasta ári en þar gagnrýnir ráðið harðlega brot sem sýrlensk yfirvöld frömdu í viðleitni til að brjóta mótmæli á bak aftur.

 Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um sameiginlegar aðgerðir í þessu mál eftir að Rússland og Kína beittu neitunarvaldi til að hindra framgang tillögu þar sem tekið var undir tilraunir Arababandalagsins til að stilla til friðar.   
“Sýrlensku stjórninni virðist hafa hlaupið kapp í kinn eftir að Öryggisráðinu tókst ekki að komast að samkomulagi um grípa inn í með ákveðnum hætti. Ráðist hefur verið til atlögu á öllum vígstöðvum til að brjóta andóf á bak aftur með yfirgnæfandi valdi,” sagði Pillay.   
Frá 3. febrúar hefur “ríkisstjórnin notað skriðdreka, sprengjuvörpur, flugskeyti og stórskotalið til að ráðast á borgina Homs,” sagði hún. “Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur sýrlenski herinn ráðist af fullkomnu skeytingarleysi á íbúðahverfi.”
Meir en fimm þúsund hafa látist frá því uppreisn hófst sem er hluti hins svokallaða arabíska vors.

Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=41216&;Cr=Syria&Cr1=