Sýrland: friðarviðræður hefjast að nýju

0
438

Special Envoy for Syria Staffan de Mistura updates the press on the Intra Syrian Geneva Talks. UN PhotoJean Marc Ferré file

2.mars 2016. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandsstríðinu hefur boðað til friðarviðræðna frá 9.mars að telja.

Erindrekinn, Staffan de Mistura, sagði að upphafi viðræðna hefði verið frestað frá 7.til 9.mars af „praktískum ástæðum”.

Frá því vopnehlé var lýst yfir á laugardag hafa stríðandi fylkingar sakað hvora aðra um vopnahlésbrot. Alþjóðlegum eftirlitsmönnum ber þó saman um að mjög hafi dregið úr ofbeldisverkum.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands hefur heitið því að ríkisstjórn hans muni „gera sitt til þess að þetta allt virki“, og segir vonarneista fyrir landið felast í boðuðum viðræðum.

De Mistura segist hlakka til að sjá þátttakendur ræðast við af alvöru með það fyrir augum að hrinda í framkvæmd álytkun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 2254. Í henni er hvatt til vopnahlés, óhindraðs aðgangs til að koma mannúðaraðstoð til skila, kosninga og nýrrar stjórnarskrár tiil þess að binda enda á fimm ára stríð. Ekki er tekið fram hvort Assad forseta beri að víkja.

Mynd: De Mistura tilkynnir um dagsetningu viðræðna í Genf í gær. UN Photo/Jean-Marc Ferré.