Sýrland: Týnda kynslóðin

0
443
Syria edu main pic Photo Russell Watkins Flickr 20 Generic CC BY SA 20

Syria edu main pic Photo Russell Watkins Flickr 20 Generic CC BY SA 20
Mars 2016. Talið er að 2.1 milljón barna í Sýrlandi gangi ekki í skóla vegna borgarastríðsins. Auk þess eru 1.7 milljón barna í hópi þeirra sem flúið hafa land.

Í fyrsta skipti frá því flóttamannabylgjan reið yfir eru karlar ekki lengur meirihluti flóttamanna. Um 20% eru konur og börn 34%, að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.

Í dag eru 41% allra flóttamanna frá Sýrlandi, en þó samkomulag um vopnahlé hafi náðst breytir það litlu fyrir þá. Fátt bendir til að fjöldi flóttamanna minnki í nánustu framtíð. Jafnvel bjartsýnustu menn telja að friðarviðræður sem eiga að byrja 9.mars muni taka dágóðan tíma. 

Fyrir stríð gat Sýrland státað af allgóðri grunnmenntun. 97% barna gengu í barnaskóla og 67% miðskóla (11-18 ára). Læsi var almennt, eða yfir 90% hjá báðum kynjum. Raunar stóðu Sýrlendingar nágrönnum sínum jafnfætis í lestrarkunnáttu. Læsi var svipað og í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu en fleiri voru læsir þar en í Írak og Egyptalandi.

Syria education small photo Photo CE ECHO I Seferiandis Flickr 2 0 Generic CC BY NC ND 20Ástandið 2016 hefur breyst til hins verra. Þar sem skólar eru enn starfandi í Sýrlandi reyna þeir eftir mætti að taka við nemendum frá stríðshrjáðum landshlutum. Skólastofur eru því sneisafullar, hreinlætisaðstaða slæm og bækur af skornum skammti. Þar að auki er landlægur kennaraskortur þvi margir kennarar hafa flúið land. Þá njóta skólabörn ekki griða í skólahúsunum sem hafa sætt árásum. Sum barnanna hafa mátt horfa upp á skólana breytast í vígvöll, sprengda í loft upp eða búðir fyrir flóttamenn.

Skólaganga 1.7 milljóna barna í hópi flóttamanna hefur verið rofin. Að meðaltali eru flóttamenn í þeirri stöðu í 17 ár í heiminum og því má búast við að heil kynslóð sýrlenskra barna muni komast á fullorðinsaldur án þess að hafa komist svo mikið sem einu sinni í skóla.

Þetta er aðeins ein af mörgum hræðilegum afleiðingum átakanna í Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórnir Noregs, Þýskalands, Kúveit og Bretlands tóku höndum saman og héldu ráðstefnu gefenda 4.febrúar í Lundúnum. Markmiðið var að safna nægu fé til þess að tryggja menntun og atvinnu fyrir þá sem orðið hafa fyrir barðinu á stríðinu, auk þess að útvega fólki í Sýrlandi örugga heilsugæslu, menntun og styðja þá sem höllustum standa fæti, sérstaklega stúlkur og konur.

Margir veraldarleiðtogar sóttu ráðstefnuna og þar voru gefin fyrirheit um 11 milljarða dollara stuðning. 5.8 milljarða í ár 5.4 2017-20. Hluti af þessu fé rennur til ýmissa safnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins (2016 Syria Humanitarian Response Plan (HRP), the Regional Refugee and Resilience Plan (3RP), og 2016 ICRC Syria appeal).

En þrátt fyrir fögur fyrirheit er þetta fé ekki í hendi. Að sögn Samræmingarskrifstofu mannúðarhjálpar hjá SÞ (OCHA) hefur aðeins 1-2% þess fjár sem vantar í safnanir SÞ verið aflað. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) telur að framlög sem söfnuðust á ráðstefnunni dugi til þess að veita Sýrlendingum fulla matvælaaðstoð á ný.