Það mannréttindabrot sem oftast er látið viðgangast

0
515
OrangeTheWorldBanner 01 675x317

 OrangeTheWorldBanner 01 675x317

24.nóvember 2015. Hvorki meira né minna en þriðja hver kona verður fyrir barðinu á líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni.

25.nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Herferð aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til höfuðs ofbeldi gegn konum skorar á fólk að það skreyti byggingar og hvaðeina með appelsínugula lit herferðarinnar. Hér að ofan má sjá dæmi um slíkt frá síðasta ári en þá voru meðal annars píramídarnir í Egyptalandi, Empire State byggingin og fl. böðuð í appelsínugula litnum eins og sjá má á myndinni að ofan. Ráðstefnu- og tónleikahúsið Harpa mun skarta appelsínugula litnum á morgun, og hugsanlega fleiri byggingar á Íslandi. Sjá nánar hér.

UNTF OrangeSplotch ENSvo þrálátt er ofbeldi gegn konum að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir það vera opinbera lýðheilsuvá. En ólíku er þó saman að jafna því gerendur og jafnvel samfélög í heilu lagi, kjósa að fremja ofbeldi, en geta þá jafnframt valið að beita ekki slíku ofbeldi. Ofbeldi er ekki óumflýjanlegt. Það er hægt að hindra það, en það er ekki jafnauðvelt og að uppræta veirusýkingu. Það er engin bólusetning, engin lyfjagjöf eða lækning. Og það er engin ein orsök.

„Ofbeldi gegn konum og stúlkum er eitt alvarlegasta mannréttindabrot heims og er það mannréttindabrot sem oftast er látið viðgangast“, segir Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstjóri UN WOMEN, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Forvarnir eru þema Alþjóðlega dagsins gegn kynbundnu ofbeldi og UNiTE, herferðar aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til höfuðs ofbeldi gegn konum. Alþjóðlegi dagurinn markar einnig upphaf 16 daga árlegrar herferðar 25.nóvember til 10. desember, alþjóða mannréttindadeginum. 

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, segir í ávarpi á alþjóðlega daginn að hann hafi þungar áhyggjur af örlögum kvenkyns fórnarlamba vopnaðra átaka, sem eiga yfir höfði sér hvers kyns ofbeldi, kynferðislegar árásir, kynferðislega þrælkun og mansal.

„Ofbeldishneigðir öfgamenn mistúlka trúarrit til þess að réttlæta kúgun og misnotkun fjölda kvenna,“ segir Ban. „Þetta eru ekki tilviljanakennd ofbeldisverk eða óumflýjanlegar afleiðingar stríðs, heldur kerfisbundin viðeitni til að meina konum að njóta frelsis og ráða yfir líkama sínum. Vernd og valdefling kvenna verður að vera í fyrirrúmi í baráttu á heimsvísu gegn ofbeldisfullum öfgastefnum.“

  • 35% kvenna og stúlkna um allan heim verða fyrir barðinu á einhvers konar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Hlutfallið er tvöfalt hærra eða 70% í sumum ríkjum.
  • 133 millljónir kvenna hafa sætt einvers konar misþyrmingum eða skurði á kynfærum í 29 ríkjum í Afríku og Mið-Austurlöndum, þar sem þetta ofbeldi er algengast.
  • Meir en 700 milljónir kvenna í heiminum giftust á barnsaldri. 250 milljónir voru giftar áður en þeir voru 15 ára. Stúlkur sem giftast fyrir 18 ára aldur eru ólíklegri til að ljúka menntun og þeim er hættara við að verða fyrir barðinu á heimilisofbeldi og lenda í vandræðum við barnsburð.    
  • Nánari upplýsingar:

Heimasíða UN WOMEN á Íslandi og Facebooksíða.  

Heimasíða Alþjóðadags gegn kynbundnu ofbeldi.

UN Women 

UNITE to end violence against women

WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin um kynbundið ofbeldi.