Þegar linsan beindist að Íslendingum…

0
484
Greta

Greta

4.nóvember 2015. Í tilefni af sjötugsafmæli Sameinuðu þjóðanna sem haldið var upp á í síðustu viku, birtum við nokkrar myndir af Íslendingum á vettvangi samtakanna og höldum því nú áfram. 

Efst er Gréta Gunnarsdóttir að afhenda Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna trúnaðarbréf sem fyrsta íslenska kona til að gegna starfi fastafulltrúa hjá samtökinum 2011.

hannes1

UN70 Logo Icelandic horizontal outlined resizedHannes Kjartansson afhenti U Thant, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna trúnaðarbréf sitt 20.maí 1965. Þótt ótrúlegt megi virðast var hann aðeins annar fastafulltrúi Íslands, því Thor Thors gegndi því embætti frá því Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar og til dauðadags 1965. Margar myndir af Thor eru í afmælisútgáfu Norræna fréttabréfs UNRIC hér. Starfinu gegndi Hannes næstu sjö árin en þá tók Haraldur Kröyer við.

 Boutros

Boutros Boutros-Ghali var aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1992-1996. Þarna tekur hann á móti formönnum heimshlutahópa og er Gunnar Pálsson, fastafulltrúi Íslands þarna fyrir hóp Vestur-Evrópu og annara ríkja, eins og það heitir á vettvangi samtakanna, 19.maí 1995.

ORG

 Kofi Annan, var arftaki Boutros-Ghali og gegndi embætti frá 1997 til ársloka 2006. Forseti Íslands er allajafna ekki fulltrúi Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þó hafa bæði Ólafur Ragnar Grímsson og forveri hans Vigdís Finnbogadóttir látið þar að sér kveða. Hér sést Ólafur Ragnar og eiginkona hans Dorrit Moussaieff í heimsókn hjá Kofi Annan og hinni sænsku konu hans, Nane 28.apríl 2004.

Hjálmar vice pres Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands var einn af vara-forsetum sextugasta og annars allsherjarþingsins og sést hér stýra fundi þess 26.nóvember 2007.

Guðlaugurþor

Oftast eru það forsætis- og utanríkisráðherra sem sækja fundi Sameinuðu þjóðanna en það er síður en svo einhlítt og margir aðrir ráðherrar tala fyrir sínum málaflokkum. Hér tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigðisráðherra þátt í umræðum á allsherjarþinginu um HIV/Alnæmi 10.júní 2008.

Halldorb

Þingmenn sitja oftast í sendinefnd Íslands á allsherjarþinginu og 1995 sat Halldór Blöndal, sérstakan fund þingforseta.

Halldorlitur

Halldór Ásgrímsson, sat margoft allsherjarþingið enda utanríkis- og síðan forsætisráðherra um árabil. Hér sést hann ásamt ásamt diplómötunum Þorsteini Ingólfssyni, Hjálmari W. Hannessyni, og í aftari röð Stefáni L. Stefánssyni og Axel Nikulássyni 25.september 1998.

dodds

Davíð Oddsson, tók margoft þátt í umræðum leiðtoga á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna enda sat hann í embætti forsætisráðherra lengur en nokkur annar (1991-2004), auk þess sem hann var utanríkisráðherra í eitt ár. 

Geirh

Þátttaka Íslands í allsherjarþinginu haustið 2008 fór fram í skugga efnahagskreppu. Geir H. Haarde, forsætisráðherra sat þingið, en við hlið hans er Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi, og diplómatarnir Sturla Sigurjónsson og Harald Aspelund. Í aftari röð má þekkju konu Geirs, Ingu Jónu Þórðardóttur og aðstoðarkonu hans Ragnheiði Elínu Árnadóttur, auk Bjarna Sigtryggssonar, diplómats.

isgallsh

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra tók þátt í umræðum um þróun í Afríku 22.september 2008, en hún veiktist alvarlega í New York í þessari ferð og var skarð fyrir skildi þegar íslensku bankarnir riðu til falls þá um haustið.

svandi

Það kom í hlut Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra að ávarpa Rio+20 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro 22.júní 2012.

jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir, varð fyrsta kona til að ávarpa allsherjarþingið sem forsætisráðherra Íslands. Hér tekur hún þátt í umræðum leiðtoga um Þúsaldarmarkmiðin um þróun 22.september 2010. 

Sealion

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti Íslands 2013, og selir á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi veifuðu til ljósmyndara hans Eskinder Debebe með sporðinum.

 ED 1124

Tugir Íslendinga starfa eða hafa starfað hjá Sameinuðu þjóðunum og hér er einn þeirra, Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi ásamt Ban Ki-moon á þingi Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar í Kaupmannahöfn 2009.