Tengsl miilli kenninga Gandhi og mannréttindayfirlýsingarinnar

0
527

Sample ImageAlþjóðlegur dagur ofbeldisleysis er haldinn í dag 2. október 2008 í annað skipti. 2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi, leiðtoga indversku sjálfstæðishreyfingarinnar og hugsuðar og forkólfs baráttu án ofbeldis.

Í ár fær dagurinn sérstaka merkingu því í ár er sextugsafmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar minnst. Í ávarpi sínu á þessum degi segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri: "Það eru náin tengsl á milli grunnhugmynda Mannréttindayfirlýsingarinnar og kenninga Mahatma Gandhi.”

Allsherjarþingið samþykkti í ályktun árið 2007 að 2. október ár hvert skyldi helgaður því að íhugun og útbreiðslu kenninga sem byggjast á ofbeldisleysi. 

 

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

“Mahatma Gandhi trúði alltaf á aðgerðir. Eins og hann sagði: “örlitlar aðgerðir eru meira virði en endalausar prédikanir.” Við hin getum einungis fylgt í fótspor Gandhis með því að tileinka okkur ofbeldisleysi, réttlæti og frið.”
 

Óformlegur fundur verður haldinn á Allsherjarþinginu í dag í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og munu bæði forseti Allsherjarþingsins og framkvæmdastjóri samtakanna taka til máls.