Þing eru hornsteinn lýðræðisins

0
707
Alþjóðlegur dagur þingræðis
Þing Afghanistans. Mynd: UN Photo/Eric Kanalstein

Öflug þing eru hornsteinn lýðræðisins. Þau eru í senn rödd fólksins, löggjafarvald og deila út fé til að framfylgja lögum og stefnumótun og veita ríkisstjórnum aðhald. Alþjóðlegur dagur þinga og þingræðis er í dag 30.júní á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þau eru ómissandi í viðleitni til að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna um frið, mannréttindi og þróun. 

Alþjóðaþingmannasambandið var stofnað á þessum degi árið 1889. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2018 að dagurinn skyldi helgaður þingum og þingræði. Það eru alþjóðleg samtök þinga

Á þessum degi er því haldið til haga með hvaða hætti þingræði getur bætt daglegt líf fólks um allan heim.

Verkefni þings

Starf þinga miðar að því að tryggja að stefnumið þjóni öllum þegnum, ekki síst þeim sem minnst mega sín. Þau tengja líka saman alþjóðleg og innlend stefnumið og vinna að því að ríkisstjórnir hrindi í framkvæmd ákvæðum alþjóðlegra sáttmála og samninga, sem þær hafa undirritað.

Þing leika mikilvægt hlutverk í að hrinda í framkvæmd Heimsmarkmiðunum um sjálbæra þróun og Alþjóðaþingmannasambandið hefur einnig haft hlutverki að gegna.

Alþjóðaþingmannasambandið hefur 143 meðlimi og er innbyrðis tengiliður þjóðþinga og vinnur að því að auka gagnsæi, reikningsskil og alþjóðlega þátttöku.

Alþjóðaþingmannasambandið  tekur virkan þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna þar á meðal á sviði friðar og öryggis, mannréttinda og sjálfbærrar þróunar.

Af hverju er þátttaka æskunnar mikilvæg?

Komandi kynslóðir munu lifa með þeim pólitísku ákvörðunum sem teknar eru nú, og þvi er rétt og eðlilegt að þær taki þátt í þeim ákvörðunum. En samt er ungt fólk hlutfallslega of fátt á þjóðþingum um allan heim. Hugmyndir, heimssýn, hæfileikar og orka ungs fólks er ómissandi við að takast á við helstu áskoranir sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir.

Tími er kominn til að þjóðþing taki ungu kynslóðinni opnum örmum. Alþjóðaþingmannasambndið fagnar Aljóðlegum degi þingræðis með því að skipuleggja ýmsa atburði þar sem sjónum er beint að valdeflingu unga fólksins. Nýlega hóf sambandið herferð sem ber nafnið “Ég segi já við ungu fólki á þingi” ( I Say Yes to Youth in Parliament!)

Þjóðþing og heimsmarkmið

Þing og þingmannasamtök tóku virkan þátt í samningaviðræðum um ramma þróunarsamvinnu eftir 2015. Þau ýttu til dæmis á eftir því að Heimsmarkmiðin tækju til lýðræðislegra stjórnarhátta.

Sextánda heimsmarkmiðið er helgað því að stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla menn á öllum sviðum