Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara. Mannskæð flóð í Pakistan, fellibylijr í Bandaríkjunum og í Karíbahafinu og skriðuhlaup í Venesúela eru aðeins nokkur dæmi um náttúruhamfarir í heiminum á undanförnum tveimur mánuðum. Loftslagshamfarir herja á heiminn sem aldrei fyrr og líf milljóna manna er í hættu.
13.október er Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara. Sameinuðu þjóðirnar settu á stofn skrifstofu til að vinna að því að draga úr hættu af völdum hamfara í heiminum (United Nations Office for Disaster Risk Reduction (UNDRR).
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu heimsóttt hamfarasvæði í heiminum. Í ágúst hélt hann á flóðasvæði í Pakistan, en flóðin þar hafa snert 33 milljónir manna.
Helmingur býr á hættusvæðum
Í ávarpi sínu á Aljóðadegi til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara bendir Guterres á að þrisvar sinnum fleiri flosni upp af völdum hamfara en styrjalda. Hann varaði við því að fleiri ríki kunni að standa í sporum Pakistana.
„Helmingur mannkyns býr nú á hættusvæðum,“ segir Guterres. „Heimurinn hefur látið undir höfuð leggjast að fjárfesta í því að vernda líf fólks sem er í víglínunni og lífsviðurværi þess. Þeir sem eiga minnsta sök á loftslagsbreytingum, gjalda hæsta verðið.“
Sameinuðu þjóðirnar með UNDRR í broddi fylkingar hefur tekið saman rammáætlun sem kennd er við Sendai í Japan („Sendai Framework“) og er hluti af Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.
Snemmbærar viðvaranir
Aðalframkvæmdastjórinn hefur tilkynnt að ný aðgerðaáætlun um að koma upp hamfara-viðvörunarkerfi fyrir allan heiminn verði kynnt á loftslagsráðstefnunni COP27 í Egyptalandi í nóvember.
Aðalfarmkvæmdastjórinn hefur hvatt ríki sem búa yfir þekkingu og tækni á sviði snemmbærra viðvarana, til að styðja við bakið á ríkjum sem skortir slíkt.
Í ávarpi sínu minnir Guterres á að öfgakennt veðurfar muni einkenna framtíð okkar, hisn vegar sé það í okkar höndum að minnka skaðann. „Öfgakennt veður er óumflýjanlegt. En slíkar hamfarir þurfa ekki að vera mannskæðar.“
Sjá hér um hamfarir og málefni fatlaðra.