Þrisvar sinnum fleiri flýja loftslags-hamfarir en stríð

0
418
Flóðasvæði í Pakistan
Flóðasvæði í Pakistan. Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara

Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara. Mannskæð flóð í Pakistan, fellibylijr í Bandaríkjunum og í Karíbahafinu og skriðuhlaup í Venesúela eru aðeins nokkur dæmi um náttúruhamfarir í heiminum á undanförnum tveimur mánuðum. Loftslagshamfarir herja á heiminn sem aldrei fyrr og líf milljóna manna er í hættu.

 13.október er Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara. Sameinuðu þjóðirnar settu á stofn skrifstofu til að vinna að því að draga úr hættu af völdum hamfara í heiminum (United Nations Office for Disaster Risk Reduction (UNDRR).

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu heimsóttt hamfarasvæði í heiminum. Í ágúst hélt hann á flóðasvæði í Pakistan, en flóðin þar hafa snert 33 milljónir manna.

Helmingur býr á hættusvæðum

António Guterres ræðir við flóttamann í Pakistan ásamt Muhammad Shehbaz Sharif forsætisráðherra. Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara

Í ávarpi sínu á Aljóðadegi til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara bendir Guterres á að þrisvar sinnum fleiri flosni upp af völdum hamfara en styrjalda. Hann varaði við því að fleiri ríki kunni að standa í sporum Pakistana.

„Helmingur mannkyns býr nú á hættusvæðum,“ segir Guterres. „Heimurinn hefur látið undir höfuð leggjast að fjárfesta í því að vernda líf fólks sem er í víglínunni og lífsviðurværi þess. Þeir sem eiga minnsta sök á loftslagsbreytingum, gjalda hæsta verðið.“

Sameinuðu þjóðirnar með UNDRR í broddi fylkingar hefur tekið saman rammáætlun sem kennd er við Sendai í Japan („Sendai Framework“) og er hluti af Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Snemmbærar viðvaranir

Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara
Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara

Aðalframkvæmdastjórinn hefur tilkynnt að ný aðgerðaáætlun um að koma upp hamfara-viðvörunarkerfi fyrir allan heiminn verði kynnt á loftslagsráðstefnunni COP27 í Egyptalandi í nóvember.

Aðalfarmkvæmdastjórinn hefur hvatt ríki sem búa yfir þekkingu og tækni á sviði snemmbærra viðvarana, til að styðja við bakið á ríkjum sem skortir slíkt.

Í ávarpi sínu minnir Guterres á að öfgakennt veðurfar muni einkenna framtíð okkar, hisn vegar sé það í okkar höndum að minnka skaðann. „Öfgakennt veður er óumflýjanlegt. En slíkar hamfarir þurfa ekki að vera mannskæðar.“

Sjá hér um hamfarir og málefni fatlaðra.