Þungar áhyggjur af samningi um kornútflutning

0
296
Úkraína korn
Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fylgist með þegar skip leggur af stað til Úkraínu frá Istanbúl eftir að samkomulag náðist. UN Photo/Mark Garten

Kornútflutningur. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þungum áhyggjum af kornútflutningssamkomulaginu sem náðist á milli Úkraínu og Rússlands með atbeina Sameinuðu þjóðanna og Tyrklands.

Aðalframkvæmdastjórinn António Guterres hefur frestað ferð á fund Arababandalagsins í Alsír til að einbeita sér að málinu.

  Að sögn Stéphane Dujarric talsmanns hans er Guterres í stöðugu sambandi við málsaðila eftir að Rússar felldu samninginn úr gildi tímambundið. Hann hefur einnig leitast við að fá samkomulagið endurnýjað og framfylgt að fullu. Þá hefur hann reynt að ryðja úr vegi síðustu hindrunum sem standa í vegi fyrir matvælum og áburði frá Rússlandi.