Samkomulag um kornútflutning: ljós í myrkrinu

0
456
António Guterres og Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands við undirritun samningsins.
António Guterres og Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands við undirritun samningsins.

Samkomulagið um að hefja útflutning korns á ný frá Úkraínu er „ljós í myrkrinu“ fyrir veröld sem þarf sárlega á slíku að halda, sagði aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna António Guterres á föstudag. Hann lét þessi orð falla þegar samkomulag var undirritað af hálfu Rússa annars vegar og Úkraínumanna hins vegar í Istanbul á föstudag.

Sameinuðu þjóðirnar og Tyrkland miðluðu málum. Áætlunin sem samþykkt var felur í sér að hægt verður að hefja að nýju útflutning á korni frá Úkraínu auk matvæla og áburðar frá Rússlandi. Þetta mun væntanlega hafa í för með sér annars vegar að hemja verðhækkanir á matvælum um allan heim og koma í veg fyrir að milljóir manna líði sult.

Ráðherrar frá Rússlandi og Úkraíu undirrituðu samninginn, en sátu við sitt hvorn borðsenda en Guterres og tyrkneski forsetinn Recep Tayyip Erdoğan sátu fyrir miðju.

Vonir og léttir

„Vonarneisti sést nú á Svartahafi“, sagði aðalframkvæmdastjórinn fyrir undirritunina. „Vonarneisti, sem boðar möguleika, sem felur í sér létti fyrir heim sem þarfnast þess meir en nokkru sinni.“

„Spurninginn snýst ekki um hvort er öðrum hvorum aðila í hag eða ekki,“ sagði Guterres. „Málið snýst um hvað er best fyrir jarðarbúa. Við skulum ekki velkjast í vafa um a‘ð þetta er samkomulag sem varðar allan heiminn.“

Úkraína er einn stærsti kornútflytjandi heims og selur 45 milljónir tonna á heimsmarkaði árlega, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Kemur þróunarríkjum til góða

Innrás Rússlands í Úkraínu 24.febrúar hefur hrundið af stað verðhækkunum á matvælum og eldsneyt, auk þess að valda vandræðum við birgðaflutning. Gríðarlegt magn korns hefur þannig safnast fyrir.

Auk þess að koma á jafnvægi í matvælaverði á heimsmörkuðum, mun samkomulagið „koma þróunarríkjum til hjálpar sem ramba á barmi gjaldþrots og fátækasta fólki heims sem rambar á barmi hungursneyðar,“ sagði Guterres.

„Frá því stríðið braust út hef ég bent á að það er engin lausn á matvælakreppu heimsins önnur en sú að tryggja fullan aðgang að matvælum Úkraíu og mat og áburði Rússlands.“