Þjóðþing fjalli um viðskiptasamninga

0
470
De Zayas 2 15.2.2016

De Zayas 2 15.2.2016

24.júní 2016. Óháður mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna varar við þvi að það felist mannréttindabrot í því að sniðganga þjóðþing einstakra Evrópusambandslanda þegar alþjóðlegir viðskiptasamningar eru samþykktir.

,Viðskiptasamningar sem eru undirbúnir og samið um í leyni án aðkomu helstu hagsmunaaðila á borð við verkalýðsfélög, neytendasamtök, heilbrigðisgeirann og sérfræðinga í umhverfismálum og nú þjóðþing, hafa ekkert lýðræðislegt lögmæti,” segir Alfred de Zayas, óháður mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna á sviði eflingar lýðræðislegrar og réttlátrar skipunar alþjóðlegrar reglu.

Yfirlýsing De Zayas kemur í kjölfar frétta um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi í hyggju að skilgreina væntanlegan viðskiptasamning við Kanada (CETA) sem málefni ESB en slíkt þýðir að ekki er þörf á staðfestingu þjóðþinga aðildarríkja ESB. Þá er verið að semja um svipaðan samning við Bandaríkin (TTIP).

,Viðskiptasamningar ættu ekki að vera staðfestir fyrr en eftir að farið hefur fram úttekt á áhrifum á mannréttindi, heilbrigðis- og umhverfismál. Það er ekki tilfellið með CETA og TTIP”, segir de Zayas

Sjá yfirlýsinguna í heild hér.