Rio + 20

0
490

Þróunarmarkmið taki tillit til mannréttinda

Rio  20

Hópur sjálfstæðra sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt aðildarríki samtakanna til að taka tillit til alþjóðlegra mannréttindaviðmiða í þeim markmiðum um sjálfbæra þróun sem búist er við að verði samþykkt á svokallaðri Rio + 20 ráðstefnu í júnímánuði.

Mannréttindaérfræðingarnir, 22 að tölu, segja í bréfi til ríkisstjórna aðildarríkjanna að nauðsynlegt sé að fella alþjóðlega mannréttindastaðla- og viðmmið inn í þau sjálfbæru þróunarmarkmið sem eru til umræðu í aðdraganda Ráðstefnu Smaeinuðu þjóðanna um Sjálfbæra rþóun eða Rio + 20.  
“Það er auðvelt að setja alþljóðleg markmið, en erfiðara að ná þeim,” segja mannréttindasérfræðingarnir í opnu bréfi til ríkisstjórna sem birt var við upphaf óformlegra viðræðna í New York til undirbúnings ráðstefnunni.
“Það er raunveruleg hætta að skuldbindingar sem samþykktar verða, reynist orðin tóm án skilvirks eftirlits og reikningsskila.”   

Búist er við að Rio+20 ráðstefnan sem haldin verður  í Rio de Janeiro í Brasilíu, leggi grunn að tilteknum Sjálfbærum þróunarmarkmiðum. Er þeim ætlað að koma til viðbótar og efla Þúsaldarmarkmiðin um þróun til höfuðs fátækt og félagslegri vanþróun en þeim á að vera náð 2015.   
“Það er mikilvægt að læra af mistökum Þúsaldarmarkmiðanna um þróun og því nýju markmðinum að taka fullt tillit til mannréttinda sem tengjast sjálfbærri þróun. Mannréttindi verða að vera eitt þeirra skilyrða sem verður að uppfylla til þess að hægt sé að leggja mat á þróun sé sanngjörn og víðfeðm,” segja sérfræðingarnir.