Þúsaldarmarkmiðin eru stökkpallur

0
675
Flickr Direct relief Creative Commons

Flickr Direct relief Creative Commons

7.júlí 2015. Þúsaldarmarkmiðin um þróun hafa verið heiminum leiðarljós í að frelsa meir en einn milljarða manna úr fjötrum fátæktar.

Þetta er niðurstaða síðustu áfangaskýrslu um framgang Þúsaldarmarkmiðanna um þróun en þau renna út í árslok 2015. Markmiðin sem voru samþykkt í tilefni þúsaldarmótanna 2000, hafa átt þátt í að fækka þeim verulega sem stríða við hungur og vannæringu, tryggt fleiri stúlkum menntun en áður. Á hinn bóginn þarf enn að lyfta grettistaki til að tryggja að þeir sem standa höllustum fæti í heiminum séu ekki skildir eftir.

7 un photo kibae park“Þessi skýrsla sýnir að markmiðin hafa bjargað milljónum mannslífa og bætt lífskjör milljóna um allan heim,” sagði Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í Osló.

“Það er fyllst ástæða til að fagna þessum árangri á alþjóðavettvangi, en um leið ættum við ð horfast í augu að á sumum sviðum höfum við ekki náð tilætluðum árangri,” bætti hann við.

Tölfræði og rannsóknir sýna að árangur næst í jafnvel fátækustu ríkjum, með einbeittum aðgerðum, nægilegu fjármagni og pólitískum vilja, segir í skýrslunni.  

2 Un Photo Fardin Waezi“Þúsaldarmarkmiðin, virkuðu á öllum stigum og fylktu liði ekki aðeins diplómata og teknókrata heldur heilu þorpssamfélögunum,” sagði Ban þegar hann kynnti skýrsluna ásamt Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Paula Kagame, forseta Rúanda, sem eru formenn leiðtogahóps sem berst fyrir framgangi Þúsaldarmarkmiðanna.
 
Þúsaldarmarkmiðin eða Millennium Development Goals (MDGs)  http://unric.org/is/upplysingar-um-st/22
eru átta að tölu og hafa að markmði að minnka fátækt og hungur í heiminum, berjast gegn sjúkdómum, efla jafnrétti og vernda umhverfið.