Úkraína: 2-3 árásir á heilsugæslu daglega

0
610

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur staðfest 64 árásir á heilbrigðisstofnanir á fyrstu 25 dögum stríðsins í Úkraínu eða frá 24.febrúar til 21.mars. Með öðrum orðum hafa tvær til þrjár árásir verið gerðar á dag.

Þær hafa kostað 15 lífið og 37 hafa særst. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin fordæmir þessar árásir harðlega.

„Árásir á heilsugæslu fela í sér brot á alþjóðlegum mannúðarlögum, en eru allt of algengar,” segir dr Jarno Habicht fulltrúi WHO í Úkraínu. „Þær eyðileggja ekki bara heldur mikilvæga innviði heldur það sem verra er: vonina.”

Skelfilegar afleiðingar

Innrás Rússlands í Úkraínu hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir sig á heilbrigðiskerfi Úkraínu á þeim mánuði sem stríðið hefur staðið yfir. „Þeir hrifsa af þeim, sem minnst mega sín, umönnun sem skilur oft og tíðum á milli feigs og ófeigs. Heilsugæsla er ekki – og ætti aldrei að vera- skotmark.”

Eyðilegging innviða heilsugæslunnar og rofnir flutningar með hjúkrunargögn eru alvarleg ógn við milljónir manna.

Áhrif á heilsufar

 Nærri 7 milljónir manna eru á vergangi innanlands og nærri 4 milljónir hafa flúið land til nágrannaríkjanna. Þetta þýðir í reynd að fjórða hverjum Úkraínubúa hefur verið stökkt á flótta. Að sögn Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM) glímir þriðjungar þessa fólks við króníska sjúkdóma.

tómir gangarFjöldi sjúkrahúsi hefur átt einskis annars úrkosta en að beina sjónum sínum að umönnun þeirra sem særst hafa í átökunum. Þetta kemur vitaskuld niður á grundvallarþjónustu og grunnlæknisþjónustu. Um helmingur lyfjabúða í landinu hefur verið lokað. Margir heilbrigðisstarfsmenn eru flúnir eða geta ekki sinnt starfi sínu.

Nærri þúsund heilbrigðisstofnanir eru við víglinuna eða hafa fallið í hendur innrásarliðsins. Af þeim sökum hafa lækningar á krónískum sjúkdómum nánast stöðvast, enda skortur á lyfjum, húsaskjóli og starfsfólki. Þetta á einnig við um meðferð og bólusetningar við COVID-19.

Viðbrögð WHO

SjúkrabíllUm leið og stríðið hófst, virkjaði WHO neyðaráætlanir sínar, flutti starfsfólk til og beindi sjónum að neyðarástandinu og því að styðja við bakið á heilbrigðiskerfi Úkraínu og starfsfólki. WHO hefur opnað miðstöð Rzeszów í Póllandi og dreifir þaðan hjúkrunargögnum til flestra úkraínskra borg. Ríflega hundrað tonn af gögnum hafa verið send yfir landamærin til heilsugæslustöðva um allt landið.

36 tonn af birgðum er á leið til Lviv og undirbúningur stendur yfir að því að koma til skila 108 tonnum til viðbótar. Í þessum birgðum eru meðal annars hjúkrunargögn vegna meðferðar líkamlegra meiðsla, lyf við krónískum sjúkdómum, lyf fyrir börn og blóð.

Eitt sett bjargar 150 mannslífum

„Heilbrigðisteymi geta með einu áfalla-setti frá WHO, sem inniheldur skurðlækningatæki, sótthreinsandi efni og fleira, bjargað 150 særðum manneskjum. Með öðrum orðum þá geta 10 slík sett, sem komast til skila, bjargað 1500 mannslífum,” segir dr Habicht.

Kona með barn í fanginuBílalest á vegum WHO braust fram til Sumy í norðaustur Úkraínu í síðustu viku. Fluttar voru birgðir sem nægðu til að sinna 150 sjúklingum og veita 15 þúsund sjúklingum grunnlæknisþjónustu í 3 mánuði.  Á meðal þess sem borist hefur heilsugæslustöðvum má nefna gervilungu – öndunarvélar, hlífðargallar gegn eiturefnum, blóðfræðigreinir, geymar með fljótandi súrefni og lághitahylki.

Rúmlega 20 neyðar-hjúkrunarteymi hafa verið send til Úkraínu, Póllands og Moldóvu, bæði til að sinna þjálfun og sérfræðilegri læknisþjónustu til viðbótar við fyrirliggjandi þjónustu.

„Ég hef séð með eigin augum grettistaki lyft í hjálparstarfi í nágrannaríkjunum, en neyðarástandinu er svo sannarlega ekki lokið,” segir Hans Kluge forstjóri Evrópu-skrifstofu WHO. „Við búumst við að enn fleira fólk, aðallega konur, börn og eldra fólk- sem þarf á enn meiri læknisaðstoð að halda, flosni upp á næstu vikum. Það kann að verða mjög erfitt fyrir þetta fólk að nálgast læknishjálp og getur reynst banvænt.”

Sjá einnig hér, hér og hér.