Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum

0
365
Alþjóðlegi kennaradagurinn
Mynd: ThisisEngineering RAEng/Unsplash

Alþjóðlegi kennaradagurinn. Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum, er þema Alþjóðlega kennaradagsins 5.október. Að þessu sinni standa UNESCO, Mennta-, vísinda- og mennignarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og EI, alþjóðasamtök kennara,  að deginum.

„Í dag á Alþjóðlega kennaradeginum, fögnum við afgerandi hlutverki kennara í því að leysa úr læðingi hæfni nemenda með því að tryggja að kennarar hafi nauðsynleg úrræði til að taka ábyrgð í þeirra eigin þágu, annara og fyrir plánetuna,“ segir í yfirlýsingu forsvarsmanna aðstandenda dagins, þeirra Audrey Azoulay (UNESCO), Gilbert F. Houngbo (ILO), Catherine Russel (UNICEF) og David Edwards (IE).

Alþjóðlegi kennaradagurin
Skólabarn í New York. Mynd: Thought Catalog/Unsplash

Markmið dagsins er að greina hvaða hindranir standa í vegi fyrir því að hrinda í framkvæmd því yfirlýsta markmiði alþjóða samfélagsins að umbreyta menntun, jafnt fyrir kennara sem nemendur.

Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðlegri nefnd um framtíð menntunar (International Commission on the Futures of Education, Reimagining our futures together), er hvatt til nýs samfélagssáttmála um menntun. Þar væri kennarinn miðlægur og starf hans endurmetið- og hugsað.

COVID-19 sýndi fram á, sem aldrei fyrr að starf kennarans væri kjarni menntakerfa okkar. Án starfs þeirra er tómt mál að tala um menntun í þágu allra, með jöfnuð og gæði allra nemenda að leiðarljósi. „Ekki er hægt að kenna á sama hátt í dag og í gær til að undirbúa nemendur fyrir morgundaginn,“ sagði menntafrömuðurinn John Dewey.

Sjá einnig hér.