UNESCO: heimsþekktir jöklar verða horfnir fyrir 2050 

0
350
Los Glaciares þjóðgarðurinn í Argentínu
Los Glaciares þjóðgarðurinn í Argentínu. Mynd:, Philipp Schinz , UNESCO

COP27. Loftslagsbreytingar. Þriðjungur þeirra fimmtíu jökla sem eru heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna verða horfnir fyrir 2050 hverjar sem aðgerðir verða til að stemma stigu við hlýnun jarðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNESCO Mennta-, vísinda og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem gefin er út í aðdraganda COP27, Loftslagsráðstefnua Sameinuðu þjóðanna. Á hinn bóginn er hægt að bjarga þeim tveimur þriðju jökla sem eftir eru, ef hækkun hitastigs verður haldið innan við 1.5°C miðað við fyrir iðnbyltingu.

Jöklaflóa þjóðgarðurinn í Alaska. (Glacier Bay National Park),
Jöklaflóa þjóðgarðurinn í Alaska. (Glacier Bay National Park), Mynd:: Mark Kelley, UNESCO

Síðustu jöklar Kilimanjaro-fjalls í Kenía hverfa og sama máli gegnir um jökla i Ölpunum og Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjunum og Kenía-fjalli.
„Þessi skýrsla er sannarlega ákall um aðgerðir“, segir Audrey Azoulay forstjóri UNESCO.  „Einungis skjót minnkun losunar CO2 í andrúmsloftið getur bjargað lauknunum og þeim mikla líffræðilega fjölbreytileika sem þeim fylgir. UNESCO er staðráðið í að styðja við bakið á ríkjum í þessari viðleitni.“

Jöklar tapa milljörðum tonna af ís

öklaflóa þjóðgarðurinn í Alaska. (Glacier Bay National Park), Mynd:: Mark Kelley, UNESCO
öklaflóa þjóðgarðurinn í Alaska. (Glacier Bay National Park), Mynd:: Mark Kelley, UNESCO

50 heimsminjasvæði UNESCO hýsa 10% jökla jarðarinnar. Skýrslan sýnir fram á að jöklarnir hafa hopað hraðar en áður frá árinu 2000. Nú bráðna 58 milljarðar tonna af ís árlega. Hér er um að ræða 5% hækkun yfirborðs sjávar.

Helmingur mannkyns er háður beint og óbeint neysluvatni sem rætur á rekja til jökla, hvort heldur sem er drykkjar, landbúnaðar eða orkuframleiðslu. Þeir eru líka öflug stoð líffræðilegrar fjölbreytni og fóðra mörg vistkerfi.

Dæmi um slíka jökla í útrýmingarhættu.

Afríka: 

  • Líklegas verða allir jöklar á heimsminjasvæðum í Afríku horfnir fyrir 2050, þar á meðal í Kilimanjaro-þjóðgarðinum og á Kenía-fjalli.

Asía: 

  • Jöklar á verndarsvæði í Yunnan í Kína.
  • Jöklar á Tien-Shan svæðinu (Kasakhstan, Kyrgystan, Usbekistan)

Evrópa: 

  • Jöklar í Pírennea-fjöllum, (Perdu, Frakkland/Spánn)
  • Jöklar í Dólómítafjöllum (Ítalía)

Suður Ameríka: 

  • Jöklar í  Los Alerces-þjóðgarði (Argentína)
  • Jöklar í Huascaran- þjóðgarði (Perú)

Norður Ameríka: 

  • Jöklar í Yellowstone- þjóðgarði (Bandaríkin)
  • Jöklar í Yosemite þjóðgarði(Bandaríkin)
  • Jöklar í Waterton- jökla alþjóðlega friðargarðinum (Kanada, Bandaríkin)

Eyjaálfa: 

  • Jöklars íTe Wahipounamu (Nýja Sjáland)