COP27: Að skila árangri í þágu fólksins og plánetunnar

0
372

COP27.Loftslagsbreytingar. Oddvitar ríkja, ráðherrar og samningamenn setjast á rökstóla frá 6.til 18 nóvember á COP27, á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Shekh í Egyptalandi. Auk þeirra sækja ráðstefnuna baráttufólk, borgarstjórar, fulltrúar borgaralegs samfélags og fyrirtækja. 

27.ráðstefna aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál COP27 mun byggja á niðurstöðum undanfarinnar ráðstefnu COP26 í Glasgow. Þar ber hæst brýn þörf fyrir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla loftslagsþol og aðlögun að óumflýjanlegum áhrifum loftslagsbreytinga. Þá mun marglofuð aðstoð til þróunarríkija til að fjármagan loftslagsaðgerðir verða í brennidepli.

Markmið COP27 er að endurnýja samstöðu ríkja til að tryggja árangur hins sögulega Parísarsamkomulags. Ráðstefnan er haldin á tímum vaxandi orkukreppu, öfgaveðurfars og samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sem aldrei hefur verið meiri. Alrdei hefur verið brýnna að skila árangri í þágu fólksins og plánetunnar.

COP27 banner IS
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP27

Hér má sjá greinar um aðlögun að loftslagsbreytingum sem búast má við að verði í brennidepli á ráðstefnunni. Þá má finna umfjöllun um skýrslur Sameinuðu þjóðanna sem birtar eru í aðdraganda COP27 um  hækkun hitastigs í Evrópu, losun CO2,  bráðnun jökla, þörf á fjármögnun aðlögunar og um förgun kolefnis. Hér má svo sjá útskýringar á helstu hugtökum í umræðum um loftslagsbreytingar.