Ungt fólk fer hamförum á tvíti á fundi með Ban

0
460
Sg visit 2 youth 3

Sg visit 2 youth 3
28.maí 2015. Ungt fólk af 125 þjóðernum tók þátt í gagnvirkum fundi með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Brussel í gær um hlutverk ungs fólks í sjálfbærri þróun, auk helstu mála sem breinna heitt á ungmennum í heiminum.

Fyrst ræddi unga fólkið undir forystu sérstakra æskulýðssendiherra málin sín á milli, áður en Ban Ki-moon bættist í hópinn.
Fundurinn um þemað “Heimur okkar, virðing okkar, plánetan okkar,” var haldinn af Sameinuðu þjóðunum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í sameiningu.

SG visit BanFólk í áttatíu löndum horfði á fundinn í beinni útsendingu á netinu en 1500 tvít voru send um fundinn sem náðu til 5.5 milljóna manna í 50 ríkjum.
Aðalaframkvæmdastjórinn lagði í máli sínu áherslu á að 2015 væri sérstaklega mikilvægt ár því það einkenndist af aðgerðum á heimsvísu og vísaði þar til að fyrir árslok á að ganga frá sáttmála til höfuðs loftslagsbreytingum og samþykkja ný sjálfbær þróunarmarkmið.

Ban Ki-moon lagði áherslu á hlutverk ungs fólks í þessu ferli og sagði: “Heimurinn þarf á því að halda að þið látið til ykkar taka í þágu fólksins og plánetunnar. Það er engin B áætlun og það er engin B pláneta.”

Margt unga fólksins hafði hins vegar meiri áhyggjur af atvinnuleysi ungmenna en Sjálfbærri þróun. “Við erum best menntaða kynslóð sögunnar, en við sláum öll met í atvinnleysi ungs fólks,” benti ung kona á.

Aðalframkvæmdastjórinn lýsti samúð sinni með ungu fólki í dag og sagði: “Þið hafið orðið hlutfallslega meira fyrir barðinu á efnhagskreppunni og samdrætti,” sagði hann og bent á að helmingur ungs fólks í Grikklandi og Spáni væri atvinnulaus og 35-40 í Portúgal og Ítalíu.

Fjöldi spurning barst á myllutáknið #AskBanKimoon á twitter. Dæmi:

SG visit 4 youth 5“Hvernig getum við tryggt velmegun í þróuðum ríkjum, sem er mjög orkufrekt en á samat tíma dregið úr loftslagsbreytingum?”
“Hvernig getur indversk kona sem hefur sætt misnotkun og mismunun átt samstarfmeð konu í sömu stöðu í New York?”
“Hvernig getum við barist fyrir að LGBT samfélagið njóti sömu viðurkenningar í Afríkjuríkjum og á Vesturlöndum?”

Í svörum sínum nefndi Ban að stefnt væri að því að jafnrétti kynjanna yrði náð fyrir 20130. “En áður þurfum við að útrýma ofbeldi gegn konum. Við höfum skuldbundið okkur til þess.” Hann sagði að hann hefði sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýst yfir að samtökin ætluðu að verða besti vinnustaður fyrir LGBT fólk þar sem hvorki mismunun né áreitni ætti sér stað.

Í lokaorðum sínum sagði Ban við unga fólkið: “Þið eruð nú þegar orðin leiðtogar. Látið í ykkur heyra og krefjist réttar ykkar, hvort heldur sem er mannlegra-, pólitískra-, félagslegra-, menntunarlegra- eða efnahagslegra réttinda.”