Ungt fólk hefur mestar áhyggjur af loftslagsbreytingum

0
589
Ungt fólk loftslagsbreytingar
Mynd:Pauline Loroy/Unsplash

Ný umfangsmikil skoðanakönnun bendir til að meirihluti íbúa G-20 ríkjanna telji að loftslagsbreytingar feli í sér neyðarástand. Ungt fólk undir 18 ára aldri er mest fylgjandi loftslagsaðgerðum.

Könnunin um viðhorf til loftslagsbreytinga birtist í dag 25.október. Könnun sem hefur verið nefnd „Loftslagsatkvæðagreiðsla fólksins“ (People’s Climate Vote), var gerð á vegum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna  (UNDP) og háskólans í Oxford.

COP26Alls voru um 689 þúsund einstaklingar spurðir, þar af 302 þúsund undir 18 ára aldri. Könnun er birt í aðdraganda leiðtogafundar G20 ríkjanna í Róm næstu helgi. G20 er hópur 20 af auðugustu ríkjum heims. Talið er að fundur þeirra geti skipt sköpum um niðurstöður Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 sem hefst í Glasgow í Skotlandi í næstu viku.

Hamfarir

Í öllum G20 ríkjunum telur meirihluti 18 ára og yngri að náttúruhamfarir felist í loftslagsbreytingum. Hlutfallið er lægst í Argentínu og Sádi Arabíu (63%) en mun hærra  (86%) í Bretlandi og á Ítalíu. Í flestum ríkjanna er töluverður munur á afstöðu ungs fólks og eldra. Þannig telja 11 prósentustigum fleiri í hópi 18 ára og yngri loftslagsbreytingar teljast til hamfara í Ástralíu, 10 í Bandaríkjunum og 9 á Indlandi.

G20 ríkin rúma 80%  efnahags heimsins innan sinna vébanda og 75% af allri losun gastegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Án aðgerða þeirra er tómt mál að tala um að hækkun hitastigs á jörðinni fari ekki fram úr 1.5C, eins og stefnt er að í Parísarsamningnum frá 2015.

Þau fá neyðarástandið i arf

Ungt fólk loftslagsbreytingar
Mynd: Ehimetalor Akhere/Unsplash

„Þessi nýja Loftslagsatkvæðagreiðsla fólksins sýnir að 70% ungmenna í G20 ríkjunum, að meðaltali, telji að neyðarástand ríki í loftslagsmálum heimsins,“ segir Achim Steiner forstjóri UNDP. „Þau munu fá neyðarástandið í arf og senda leiðtogum heimsins skýr og skorinorð skilaboðu: þau vilja tafarlausar loftslagsaðgerðir. Heimurinn fylgist með og vonar að ríkin nái samkomulagi á COP26 í Glasgow. Djörfu, sögulegur samkomulagi sem muni hreinlega breyta framtíðinni.“

„Niðurstöður okkar sýna að ungt fólk í G20 ríkjunum vill djarfa stefnumótun á mörgum sviðum,“ segir Stephen Fisherfélagsfræðiprófessor við Oxfordháskóla. „Þegar þetta unga fólk kemst á kosningaaldur geta pólitískir leiðtogar trauðla virt að vettugi þennan væntanlega loftslags-áhugasama kjósendahóps.“

Skýrsluna í heild má finna hér.