Limlestingar á kynfærum eru ekki menning

0
450

 FGM

6. febrúar 2014. Umskurður kvenna er einn hættulegasti verknaður sem tíðkast á jörðinni í dag.

Þrjár milljónir stúlkna sæta limlestingum á kynfærum, meirihluti þeirra undir 15 ára aldri að mati Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA. Afleiðingarnar eru hroðalegur sársauki, sýkingar, stjórnleysi saur- og þvaglásts, andlegur skaði og í verstu tilfellum blæðir stúlkunum út.

“Heilbrigði- eða menning eru ekki skálkaskjól fyrir því að skera eða limlesta konur og stúlkur,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi til höfuðs limlestingum á kynfærum kvenna

„Sumir halda því fram að þetta sé “hefð” en við skulum hafa hugfast að álíka veikar röksemdir hafa verið notaðar til að verja þrælahald, svokölluð sæmdarmorð og margs konar ómannlega hegðun í áranna rás”, segir Ban í yfirlýsingunni. “Það er ekki hægt að réttlæta skaðlegan verknað með því að segja að slíkt hafi lengi tíðkast. Hvers kyns “hefðir” sem lítillækka og meiða eru mannréttindabrot, og gegn þeim ber að berjast þar til þær hafa verið upprættar.”

Limlestingar á kynfærum kvenna eru á undanhaldi en eru þó skelfilega algengar. Talið er að 125 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna hafi verið skornar á kynfærum í 29 ríkjum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Óvíst er þó hvort hægt sé að treysta á tölfræði alls staðar. Ef svo heldur áfram sem horfir má gera ráð fyrir að 86 milljónir stúlkna muni sæta slíku ofbeldi í einhverju formi frá deginum í dag og til ársins 2030. Að sögn samtakanna END FGM Europe og Amnesty International eru á hverju ári 180,000 stúlkur í Evrópu í áhættuhópi, það er að segja eiga á hættu að vera skornar.

Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra taka þátt í aðgerðum sem miða að því að stöðva slíkar limlestingar . Að auki vinna samtökin að því að hlúa að þeim sem orðið hafa fyrir slíkum limlestingum. Nýjungar í læknisfræði gera læknum kleift að laga skurði og hlúa að heilbrigði fórnarlamba.

Tenglar á skyld málefni:
UNFPA: http://www.unfpa.org/topics/genderissues/fgm
WHO tölfræði: http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs241/en/
UNICEF yfirlit: http://www.unicef.org/media/files/FGCM_Lo_res.pdf