Vatn og skógar: stríðið sem við verðum að heyja

0
588
Alþjóðlegur dagur skóga, alþjóðlegur dagur ferskvatns.
Alþjóðlegur dagur vatns og skóga. Andreas Gücklhorn/Unsplash

Nú um helgina eru tveir alþjóðlegir dagar um málefni sem skipta sköpum um framtíð mannkyns: vatn og skógar. 

21.mars er Alþjóðlegur dagur skóga. Ástæða er til að óttast verulega gríðarlega eyðingu skóga. 13 milljónir hektara skóga hverfa ár hverju ári. Nemur þetta 12-20 af hundraði losunar loftslagstegunda í heiminum sem valda loftslagsbreytingum. 

Ferskvatnsdagurinn

22.mars er Alþjóðlegi ferskvatnsdagurinn. Að þessu sinni er beint sjónum að þeim 2.2 milljörðum manna sem ekki hafa aðgang að öruggu drykkjarvatni.

Til að vekja almenning til vitundar um þessi mikilvægu málefni höfum við hjá UNRIC búið til myndband sem hér fylgir þar sem við vekjum athygli á sláandi staðreyndum.

 • 80% dýra og jurta í heiminum búa í skóglendi.
 • Skógar þekja 31% af landsvæði heimsins.
 • 1 milljarður manna hefur ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni.
 • 80% af þeim sem verða að gera sér óöruggt drykkjarvatn að góðu búa í dreifbýli.
 • Tré skila allt að 95% þess vatns sem þau drekka í sig.
 • Strandrisafura er hæsta tré heims. Það getur orðið 91 metra hátt.
 • Um 159 milljónir manna hafa aðeins aðgang að yfirborðsvatni.
 • Óhreint vatn og ófullnægjandi hreinlætis- og salernisaðstaða er helsta dánarorsök barna.
 • 6 miljarður manna sækir lífsviðurværi sitt til skóga.
 • Meir en 25% allra lyfja rekja uppruna sinn til jurta í regnskógum.
 • Á 8 af hverjum 10 heimilum eru það konur og stúlkur sem bera ábyrgð á að sækja vatn.
 • 400 milljarðar trjá í Evrópu soga til sín um 9% af losun gróðurhúsalofttegunda í álfunni.
 • Tré geta dregið úr lofthita í borgum um allt að 8°C
 • 80% skólpvatns rennur út í ár, vötn og haf án fullnægjandi hreinsunar.
 • Sjúkdómar á borð við niðurgangspest og lömunarveiki berast með menguðu vatni.
 • 13 milljónum hektara skóga er eytt á ári
 • Nærri 2/3 íbúa heims upplifa alvarlegan vatnsskort að minnsta kosti í einn mánuð á ári.
 • 700 milljónir manna kunna að flosna upp frá heimilum sínum vegna vatnsskorts fyrir 2030.
 • Með því að fjárfesta andvirði 30 milljarða Bandaríkjadala í baráttunni gegn eyðingu skóga er hægt að skapa 2.5 billjóna dala arð.

 Við skulum virða náttúruna á hverjum degi – ekki aðeins á alþjóðlegum dögum.

Alþjóðlegur dagur skóga 21.mars, sjá: https://www.un.org/en/observances/forests-and-trees-day

Alþjóðlegi ferskvatnsdagurinn: https://www.un.org/en/observances/water-day