Verulegur árangur í skuldauppgjöf til fátækustu ríkja en

0
567

Fréttatilkynning frá Sameinuðu þjóðunum:

Sameinuðu þjóðunum, New York 4. september

Verulegur árangur hefur náðst í að létta skuldabyrði fátækustu ríkja heims en mun síður vel gengur að standa við fyrirheit um bætt viðskiptakjör og aukna þróunaraðstoð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem lögð verður fram þegar leiðtogar heimsins koma saman á Allsherjarþinginu síðar í þessum mánuði.

 

 

 

 

Veitendur þróunaraðstoðar þyrftu að auka hana um 18 milljarða Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2010 til að standa við fyrri fyrirheit og samþykktir.

  Svokallaður MDG Gap Task Force, átakshópur skipaður af Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, tók saman skýrsluna sem nefnist Delivering on the Global Partnership for Achieving the Millennium Development Goals. Þar er að finna yfirlit um árangur við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um aðstoð, viðskipti og skuldir og fylgjast með árangri í að auka aðgang að helstu lyfjategundum og tæknikunnáttu.   Árið 2008 ætti að marka tímamót í árangri við að ná Þúsaldarmarkmiðunum,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. “Þessi skýrsla er alvarleg áminning. Hún sýnir á hvaða sviðum alheimssamfélagið er á réttri leið til að uppfylla skuldbindingar sínar og hvar verður að efla viðleitni okkar á síðari hluta þess tíma sem við höfum til að ná Þúsaldarmarkmiðunum. Þetta skjal verður ómetanlegt tæki í höndum heimsleiðtoganna til að skilgreina brýnar aðgerðir til að ná markmiðunum, þegar þeir koma saman til leiðtogafundarins í New York 25. september.”   

Aðstoð og viðskipti – mikið vantar up á alþjóðlega eftirfylgni  

Þótt opinber þróunaraðstoð hafi aukist síðan árið 2000, hefur aðstoðin engu að síður minnkað á síðustu arum; um 4.7% árið 2006 og enn um 8.4% 2007. Átta helstu iðnríkin (G8) lofuðu að auka opinbera þróunaraðstoð um 50 milljarða Bandaríkjala á ári fram til 2010 en þegar er ljóst að þetta mark næst ekki. Auka þarf núverandi aðstoð um 18 milljarða dala á ári frá 2008 til 2010 til að aðstoðin í heild nemi 0.35% af vergri þjóðarframleiðslu OECD ríkjanna sem er þó aðeins helmingur markmiðs Sameinuðu þjóðanna um 0,7%. Það var þróunarríkjum mikið áfall að Doha viðræðulotunni um viðskipti skyldi sigla í strand. Með þessu takmarkast möguleikar þeirra á að auka hlutdeild sína í vaxandi heimsviðskiptum í því skyni að minnka fátækt. Doha-lotunni var ýtt úr vör árið 2001 með það fyrir augum að uppfylla það Þúsaldarmarkmið að koma á “opnu og sanngjörnu fjölþjóða viðskipta- og fjármálakerfi sem byggir á skýrum reglum og hindri mismunun Samkvæmt skýrslunni eru eingöngu 79% útflutningsvara minnst þróuðu ríkjanna tollfrjáls í þróuðu ríkjunum sem er talsvert fyrir neðan það markmið sem sett var 2005 sem var 97%. Landbúnaðarstyrkir voru einnig ásteytingarsteinn í Doha-lotunni. Niðurgreiðslur til landbúnaðar í OECD ríkjunum eru enn háar eða sem samsvarar 363 milljörðum árið 2006 sem er næstum fjórföld upphæð opinberrar þróunarðastoðar það ár.  

 Nokkur merki um framþróun 

Þrjátíu og þrjú af fjörutíu og einu ríki sem fullnægir skilyrðum, hafa notið eða munu njóta eftirgjafar skulda sem jafngildir að 90% erlendra skulda þeirra hafi verið afskrifaðar. Frekari aðgerða er engu að síður þörf til að tryggja skuldauppgjöf við þau átta ríki sem eftir eru. Einnig þarf að aðstoða önnur ríki við lánastjórnun til að koma í veg fyrir að þau sökkvi á ný í skuldafen. Árið 2006 greiddu 52 þróunarríki meira í afborganir af lánum en í alla opinbera heilsugæslu. Tíu eyddu meira í afborganir en í útgjöld til menntamála. Samkvæmt skýrslunni hefur það minnkað stórlega frá 2001 að “skilyrða” þróunaraðstoð á þann hátt að viðtekendur séu skuldbundir til að kaupa vörur og þjónustu frá veitendum. Hins vegar skortir á að ýmsum viðmiðunum um gæði aðstoðar sé náð, sérstaklega hvað það varðar að hún sé fyrirsjáanleg og í samræmi við þróunarmarkmið þróunarríkja. Á þessu sviði er átaks þörf.   

Aðgangur að lyfjum og tækni 

Aðgangur að lyfjum til berjast gegn HIV/Alnæmi, malaríu og berklum hefur batnað. Hins vegar er skortur jafnt í opinbera- sem einkageiranum á framboði á nauðsynlegum lyfjum á viðráðanlegu verði og mikill verðmunur veldur því að hinir fátækustu verða útundan. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að í opinbera geiranum fullnægi fáanleg lyf aðeins þriðjungi eftirspurnar. Að meðaltali kosta lyfin 250% meira en alþjóðlegt viðmiðunarverð gerir ráð fyrir. Í einkageiranum er tveimur þriðju hlutum eftirspurnar fullnægt en kostnaðurinn að meðaltali 650% hærri en alþjóðlegt viðmiðunarverð.   Þróunarríki hafa áður óþekktan aðgang að nýrri upplýsinga og samskiptatækni. 77% íbúa þeirra hafa mögulegan aðgang að farsímatækni en þetta hlutfall var aðeins 46% árið 2001. Aukningin í Afríku sunnan Sahara er frá 28% árið 2001 í 54% nú. En stafræna bilið breikkar sérstaklega þegar upplýsingatækni er annars vegar (til dæmis breiðbands tengingar fyrir internet). Það bætir ekki úr skák að meir en 30% íbúa þróunarríkja búa við rafmagnsleysi.

 Lykilhlutverk þróunarríkja í þróunarfélagsskap 

Átakshópurinn bendir á að mörg þróunarríki þurfa að taka meira tillit til viðskipta og samkeppnishæfni í þróunaráætlunum sínum, í því skyni að notfæra sér viðskiptatækifæri. Mörg þeirra þyrftu einnig að afnema skatta og tolla á nauðsynleg lyf og leyfa notkun samheitalyfja á lægra verði.  

 Óhefðbundin opinber þróunaraðstoð (það er ríkisstjórna sem standa utan ODAC (Nefndar OECD um þróunaraðstoð)) hefur aukist hröðum skrefum og er nú 5% af hefðbundinni aðstoð. Búist er við að hlutfallið verði 10% árið 2015. Átakshópurinn bendir raunar á að vegna upplýsingaskorts kunni þessi hluti þróunaraðstoðar að vera vanmetinn. Á hinn bóginn er ástæða til að hafa áhyggjur af því að erfitt er að meta gagnsemi og skilvirkni slíkrar aðstoðar vegna skorts á gagnsæum upplýsingum um þessa aðstoð.  Þegar á heildina er litið er komist að þeirri niðurstöðu í skýrslunni, að ef ná eigi Þúsaldarmarkmiðum um að minnka fátækt, þurfi að grípa til víðtækra aðgerða á sviði áttunda Þúsaldarmarkmiðsins sem miðar að því að styðja hin sjö markmiðin.  Tengsl við fjölmiðla : Michael Coleman, 00 1 212 906 5377, [email protected]Margo Buchanan, 00 1 212 906 6592, [email protected]François Coutu, 00 1 917 367 8052, [email protected]Martina Donlon, 00 1 212 963 6816, [email protected] Vefsíða: www.un.org/esa/policy/mdggapGefið út af Upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna – DPI/2517 C – Sept