Við verðum að tala um krabba

0
582

krabbi
4.febrúar 2014. Allir vita að krabbamein er alvarlegt en færri vita nákvæmlega hvað það hefur í för með sér.

Hula flökkusagna,  getsaka og fordóma hylur þennan sjúkdóm. Þörf er á meiri rannsóknum, umræðu og vitund til þess að baráttan gegn krabbameini skili árangri jafnt í þróuðum sem þróunarríkjum. 

Í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn.
Víðast hvar hvílir bannhelgi á krabbameini og krabbameinssjúklingum, í svo ríkum mæli að fólk kinokar sér við að leita aðstoðar. Jafnvel í mjög virkum samfélögum er vitneskja um krabbamein og vilji til að tala um það af skornum skammti.

Mikill munur er á úrræðum við krabbameini í þróðum ríkjum og þróunarríkjum. Sjúklingar í fátækum ríkjum þjást og jafnvel deyja á sama tíma og sjúklingar í þróuðum ríkjum njóta góðrar umönnunar og ná sér að fullu. Vandinn er bæði skortur á úrræðum og aðgangi að úrvalskrabbameinsþjónustu á viðráðanlegu verði, en einnig skortur á þekkingu.

Meir en 85% þeirra 275 þúsund kvenna í heiminum sem deyja á hverju ári af völdum leghálskrabbameins eru frá þróunarríkjunum.

Krabbamein er vágestur um allan heim og búist er við að krabbameinstilfellum fjölgi. Hægt væri að bjarga 1.5 milljónum mannslífa á ári ef gripið yrði til ákveðinna aðgerða í samræmi við áætlanir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem ganga undir nafninu “25 fyrir 25”, en það era ð draga úr dauðsföllum af völdum ósmitanlegra sjúkdóma (NCD) um 25% fyrir 2025.

Nú deyja 7.6 milljónir árlega af völdum krabbameins, þar af 4 milljónir of snemma eða á aldrinum 30 til 69.

http://www.worldcancerday.org/