Wallström boðar afsögn

0
515

Margot Wallström

17. apríl 2012: Margot Wallström, hefur ákveðið af fjölskylduástæðum að segja af sér sem Sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á sviði kynferðislegs ofbeldis í hernaði.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu að hann harmi að sjá á bak Wallström en hún hafi verið í fylkingarbrjósti og sýnt “einstaka forystuhæfileika” með því að láta raddir fórnarlamba og eftirlifenda heyrast í Öryggisráðinu, þar sem hún krafðist að gerendur væru látnir sæta ábyrgð jafnt innan ríkja sem á alþjóðavettvangi.

Ban benti á að á meðan hún gegndi starfinu hefði hin þýðingarmikla ályktun Öryggisráðsins númer 1960 (2010) verið samþykkt en þar eru meðal annars úrræði til að fylgjast skipulega með og greina frá kynferðislegu ofbeldi og nafngreina gerendur.