WHO varar við of mikilli saltneyslu vegna hættu á of háum blóðþrýstingi

0
38
Of mikil saltneysla er helsta orsök of hás blóðþrýstings. Mynd: Emmy Smith/
Of mikil saltneysla er helsta orsök of hás blóðþrýstings. Mynd: Emmy Smith/Unsplash

Hjarta- og æðasjúkdómar. Blóðþrýstingur. Salt.  Tíu þúsund manns deyja á degi hverjum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á Evrópusvæði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Karlar eru líklegri til að deyja af þessum sökum en konur að því er fram kemur í nýrri skýrslu.

Almennt neytir fólk á Evrópusvæði WHO allt of mikil salts og rúmlega þriðjungur fullorðinna á aldrinum 30-79 ára er með háan blóðþrýsting. Þetta skiptir máli því mikil saltneysla hækkar blóðþrýsting, sem er helsti áhættuþáttur í hjarta- og æðasjúkdómum á borð við hjartaáfall og heilablóðfall.

Í nýrri skýrslu WHO/Europe um saltneyslu og blóðþrýsting er hvatt til aðgerða til að draga úr saltneyslu og bæta greiningu og meðhöndlun hás blóðþrýstings til að vernda heilsu fólks.

Mælt er með því að sett verði hámark á leyfilegt saltinnihald í réttum á vetiingastöðum
Mælt er með því að sett verði hámark á leyfilegt saltinnihald í réttum á vetiingastöðum og ýmsum vörum. Mynd: Syed Ahmad/Unsplash

Snemmbær dauði af völdum hjarta- og lungnasjúkdóma

Hjarta- og lungnasjúkdómar eru helsta orsök fötlunar og snemmbærra dauðsfalla á Evrópusvæði WHO og er dánarorsök í 42.5% tilfella á ári eða 10 þúsund á dag.

Samkvæmt skýrslu WHO/Europe eru karlar á svæðinu 2.5 sinnum líklegra til að deyja af þessum sökum en konur. Það er líka áberandi landfræðilegur munur. Fimm sinnum líklegra er að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum í Austur-Evrópu og Mið-Asíu en í Vestur Evrópu. Evrópusvæði WHO nær frá Atlantshafi að Kyrrahafi.

„Hægt er að miklu leyti að koma í veg fyrir og hafa stjórn á hjarta- og æðasjúkdómum, segir Hans P. Kluge, Evrópuforstjóri WHO. „Við getum breytt þessu. Hægt væri að bjarga 900 þúsund mannslífum fyrir 2030 með því að draga úr saltneyslu um 25%.”

Fimm grömm eða ein teskeið er hámarks saltneysla að mati WHO.
Fimm grömm eða ein teskeið er hámarks saltneysla að mati WHO. Mynd: Jason Tuinstra/Unsplash

Mikil saltneysla er meiri háttar ógnun við heilbrigði

Í nærri öllum ríkjum á Evrópusvæðinu (52 af 53) er dagleg saltneysla meiri en sem nemur meðmælum WHO eða meir en 5 grömm (ein teskeið) á dag.

Of mikil saltneysla er helsti orsakasvaldur of hás blóðþrýstings, dauðsfalla af völdum hjartaáfalla, heilablóðfalls og annara hjarta- og æðasjúkdóma.

Neysla götumatar og unninna rétta eru oft sökudólgar.

10 þúsund manns deyja á dag úr hjarta- og æðasjúkdómum á Evrópusvæði WHO
10 þúsund manns deyja á dag úr hjarta- og æðasjúkdómum á Evrópusvæði WHO. Mynd Al Nik / Unsplash

Hár blóðþrýstingur: hljóðlátur morðingi

 Hár blóðþrýstingur er helsti áhættuþáttur dauða og fötlunar á Evrópusvæðinu og má rekja fjórðung dauðsfalla og 13% fötlunar til hans. Oft og tíðum eru engin einkenni en afleiðingarnar geta verið skelfilegar. Hvergi í heiminum er hár blóðþrýstingur eins tíður og á Evrópusvæðinu.

WHO leggur til að sett verði hámark á saltmagn í algengum matvælum, þar á meðal unnum matvælum, réttum á matsölustöðum og í mötuneytum. Skylda verði að merkja matvæli með það fyrir augum að neytendur geti teki upplýstar ákvarðanir um heilsusamleg innkaup.

Efnt verði til herferða til að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að breyta hegðun með það fyrir augum að minnka saltneyslu.