1.5°C markinu verður náð fyrir 2027

0
126
Loftslagsbreytingar
Loftslagsbreytingar. Mynd: WMO

Loftslagsbreytingar. Búast má við að hitastig í heiminum slái met á næstu fimm árum að sögn Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO). Ástæðan eru auk losunar gróðurhúsalofttegunda áhrif El Niño veðurfyrirbærisins.

66% líkur eru á því að meðalhiti við yfirborð verði meir en 1.5°C hlýrri en fyrir iðnbyltingu í að minnsta kosti eitt ár á árabilinu 2023 til 2027.

Heitasta ár sögunnar

Loftslagsbreytingar
Yfirborð sjávar við Demak í Indónesíu hefur hækkað og öldur og straumar eflst. Fenjaviður sem varið hefur ströndina hefur látið undan með þeim afleiðingum að flóð eru tíðari. Mynd: © UNEP/Nathanial Brown

Þá eru 98% líkur á því að ekki færri en eitt af næstu fimm árum heitasta ár frá því mælingar hófust. Sama gildir um fimm ára tímabilið 2023 til 2027.

„Reiknað er með að hlýnun af völdum El Niño fari að gæta á næstu mánuðum og bætist við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Niðurstaðan er að hitastig á jörðu hækkar meira en dæmi eru um,“ segir Petteri Taalas forstjóri WMO.

„Þetta mun hafa víðtæk áhrif á heilsu, fæðuöryggi, vatnsstjórnun og umhverfið. Við verðum að vera viðbúin.“

Loftslagsbreytingar
Maður á gangi á flóðasvæði í Gatumba í Búrúndi. Þar er loftslagsbreytingum kennt um miklar og ófyrirsjáanlegar rigningar.Mynd: UNICEF/Karel Prinsloo

  Í Parísarsamningnum um viðnám við loftslagsbreytingum eru sett langtímatakmörk um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum til að takmarka hækkun hitastigs við 2°C og því næst innan við 1.5°C. Síðara takmarkið er talið nauðsynlegt til að hidnra eða snúa við alvarlegum áhrifum og skaða af völdum loftslagsbreytinga.

Í nýrri skýrslu sem gefin var út fyrir Alþjóða veðurfræðiþingið 22.maí-2.júní, verður rætt um með hvaða hætti hægt er að efla veður- og loftslagsþjónustu með það fyrir augum að styðja loftslags-aðlögun.

Nokkrar lykil staðreyndir

  • Vanalega eykst hitastig í heiminum í kjölfarið á El Niño og þess fer að gæta 2024.
  • 98% líkur eru á að eitt af næstu fimm árum slái hitamet í heiminum sem sett var 2016, sérstaklega ef El Niñoreynist öflugur.
  • Búast má við hlutfallslega meiri hlýnun á norðurslóðum. Þannig er gert ráð fyrir  er að hækkun meðalhita verði þrisvar sinnum meiri að vetri á næstu fimm árum þar en annars staðar í heiminum miðað við meðaltal áranna 1991-2020.    
  • Þá er spáð aukinn úrkomu í norðurhluta Evrópu, á Sahelssvæðinu, Alaska og noðurhluta Síbreríu frá maí til september á árunum 2023-2027 miðað við meðaltal 1991-2020. Á hinn bóginn minnkar úrkoma að sama skapi í Amazon og hlutum Ástralíu.
  • Sjá fyrri fréttir um loftslagsbreytingar til dæmis hér og  hér.