Miklar loftslagsbreytingar í vændum í norður-höfum

0
296
Miklar loftslagsbreytingar í vændum í norður-höfum
Þorskur í íshafinu. Mynd: Erling Svensen/Institute of Marine Ashing

Loftslagsbreytingar Norðurslóðir Hafið. Búist er við að loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á hafsvæði á Norðurslóðum. Þau eru sérstaklega viðkvæm fyrir slíkum breytingum. Hafsvæðið í heild sker sig frá öðrum hafsvæðum í heiminum, en einnig er munur á tilteknum hafsvæðum innan norðurslóða.

Geir Ottersen hefur tekið saman skýrslu um loftslagsbreytingar og hafið á norðurslóðum fyrir norska loftslags- og umhverfisráðuneytið.

Í skýrslunni kemur fram að mestra áhrifa loftslagsbreytinga gæti í Barentshafi og nyrsta hluta Íslands-, Grænlands- og Noregshafs. Á þessum slóðum eru víða svæði sem þakin eru ís stóran hluta ársins og vistkerfi hafa lagað sig að því .

„Búast má við að loftslagsbreytingar verði óvíða meiri í heiminum en á þessum norðlægu hafsvæðum,“ segir Ottersen í viðtali við vefsíðu UNRICs. „Það tengist hækkandi sjávarhita og minnkandi ísþekju. Víða hefur ís verið að bráðna á undanförnum 10 til 15 árum. Þegar sjórinn dökknar við  brotthvarf íshellunnar, dregur hann í sig meira sólarljós og það veitir orku í hafið. Þetta eykur á hlýnunina og stofnar sjávarlífi í hættu.“

Annar vandi í Norðursjó

Norðursjór glímir sumpart við önnur vandamál en norðlægari hafsvæði innan vébanda Norðurlanda. Norðursjávarsvæðið er umlukið stórum borgurum og þéttbýlum löndum. Virkni mannsins hefur haft mikil áhrif hvort heldur sem er vegna siglinga eða afrennsli frá landi. Til viðbótar þessu koma nú loftslagsbreytingar.

Afleiðingarnar eru meðal annars að búist er við að plöntusvif minnki um 30%. Þetta er afar mikilvægt því plöntusvif leggur grunninn að miklu af lífinu í hafinu. Þá er búist við að tegundir á borð við lýsing taki við af þorskinum, sem er ein mikilvægasti matfiskurinn í Norðursjó.

Eystrasaltið líður nú þegar fyrir  súrefnishvarf og aukna seltu. Þótt hóflegar seltu-breytingar hafi oftast lítil áhrif á líf á opnu hafi gegnir öðru um Eystrasaltið því það er óvenju saltsnautt af hafi að vera.

Af þessum sökum hefur þetta komið illa við fisk, til dæmis þorskinn. Ef allt fer á versta veg kann fiskur að deyja út í Eystrasalti.

 Helstu áhrifa á vistkerfi og fiskveiðar

 Í sjöttu skýrslu Loftslasgnefndar Sameinuðu þjóðanna (The IPCC Sixth Assessment Report) er varð við því að hitabylgjur í hafi séu alvarleg ógn við sjávarlíf. Slíkar skjóta hitastigshækkanir í sjónum, geta haf afar skaðleg áhrif á lífverur og vistkerfi. Þetta er sérstaklega algengi í Eystrasalti. Ottersen varar við því að hitabylgjur í hafi geti skapað afar erfiðar aðstæður fyrir Norðurslóða-þorsk og eldislax.

„Áhrifin á vistkerfin eru mikil og fiskurinn er farinn að kynnast aðstæðum sem hann þekkir ekki. Hættan fyrir eldisfisk í suðru er að það verði of heitt. Samkvæmt alvarlegri sviðsmynd mun dauðatíðni hækka gríðarlega hjá eldislaxi,“ segir Ottersen.

Miklar loftslagsbreytingar í vændum í norður-höfum
Þorskar. Mynd: Matthieu Godbout/ Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0

Norðurslóðaþorskur á sínar ættir og óðul norður í fimbul-hafi og lifnaðarhættir hans tengjast ís. Þegar ísinn bráðnar verða meiriháttar breytingar.

„Norðurslóða-þorskur mun sennilega ekki deyja út, en honum mun fækka mjög. Honum bjóðast engin önnur svæði ef ísinn bráðnar alveg á stórum svæðum.“

Ólíkar tegundir verða á ólíkan hátt fyrir barðinu á loftslagsbreytingum. Hækkandi hiti í Barents-hafi kemur ýsu til góða, en kemur hart niður á þorski.

Ein af helstu niðurstöðum skýrslunnar er svo að ef það tekst að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda á næstu tíu til þrjátíu árum muni það skipta verulegu máli.

Sjá einnig hér.