11 mynd-dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum

0
909
75 ára afmæli SÞ
Fólk af Akha kyni í Laos fær matvælaastoð hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) Mynd: WFP/Vilakhone Sipaseuth

Á hverju ári birta Sameinuðu þjóðirnar topp tíu lista yfir brýnustu verk sem samtökin inna af hendi en í ár – á 75.afmælisári samtakanna hefur einu verið bætt við: baráttuna gegn COVID-19 faraldrinum. 

SÞ75 logo

Sameinuðu þjóðirnar: 

Berjast gegn farsóttum: leiða baráttuna gegn hinum fordæmalausa COVID-19 faraldri.

75 ára afmæli SÞ
Bólívia er eitt af hundrað ríkjum sem Sameinuðu þjóðirnar aðstoða í baráttunni við COVID-19. Mynd: WFP/Morelia Eróstegui

Brauðfæða og aðstoða 86.7 milljónir manna í 83 ríkjum.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Hjálparstarfsmenn afhenda flóttamönnum af Rohingja kyni neyðaraðstoð í Bangladesh. Mynd: UNHCR/Adam Dean

Útvega bóluefni fyrir 50% barna í heiminum, sem bjargar 3 milljónum mannslífa á ári.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Barn í Laos bólusett. Mynd: UNICEF/Simon Nazer

Hjálpa og vernda 82.5 milljónir manna sem flýja stríð, hungur og ofsóknir.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Flóttamenn frá Venesúela Í Kólombíu njóta aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Mynd: UNHCR/Vincent Tremeau

Vinna með 196 ríkjum að því að takmarka hækkun hitastigs á jörðinni við að hámarki 2°C.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Tuvalu er eitt af þeim eyríkjum sem gætu horfið í hafið ef yfirborð þess hækkar af völdum loftlagsbreytinga. Mynd: UNDP/Luke McPake

Gæta friðar með 95 þúsund friðargæsluliðum í 13 friðargæsluverkefnum um allan heim.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Malí. Mynd: UN Photo/Gema Cortes

Glíma við vatnsskort sem snertir 2.2 milljarða manna í heiminum.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Írakar aðstoðaðir við að afla neysluvatns. UNHCR/Rasheed Hussein Rasheed

Vernda og efla mannréttindi á heimsvísu, m.a. á grundvelli 80 alþjóðasáttmála og yfirlýsinga.

75 ára afmæli SÞ
Vend mannréttinda er einn af hornsteinum SÞ. Flóttamenn í Suður-Súdan. Mynd: UN Photo/Isaac Billy

Samræma notkun 28.8 milljarða dala neyðaraðstoðar árlega í þágu 108.8 milljóna nauðstaddra.

75 ára afmæli SÞ
Milljónir Jemen-búa reiða sig á neyðaraðstoð sem Sameinuðu þjóðirnar samræma. Mynd: OCHA/Giles Clarke

Notar diplómatískar aðferðir til að hindra að átök brjótist út: aðstoðar 50 ríki við að halda kosningar.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna.
Kosningaaðstoð SÞ Í Afganistan. Mynd: UNAMA/Abbas Naderi

Aðstoða 2 milljónir kvenna á mánuði að glíma við vanda í meðgöngu og fæðingu.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Indversk móðir og barn. Mynd: UNDP