A-Ö Efnisyfirlit

11 mynd-dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum

Á hverju ári birta Sameinuðu þjóðirnar topp tíu lista yfir brýnustu verk sem samtökin inna af hendi en í ár – á 75.afmælisári samtakanna hefur einu verið bætt við: baráttuna gegn COVID-1 faraldrinum. 

SÞ75 logo

Sameinuðu þjóðirnar: 

Berjast gegn farsóttum: leiða baráttuna gegn hinum fordæmalausa COVID-19 faraldri.

75 ára afmæli SÞ
Bólívia er eitt af hundrað ríkjum sem Sameinuðu þjóðirnar aðstoða í baráttunni við COVID-19. Mynd: WFP/Morelia Eróstegui

Brauðfæða og aðstoða 86.7 milljónir manna í 83 ríkjum.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Hjálparstarfsmenn afhenda flóttamönnum af Rohingja kyni neyðaraðstoð í Bangladesh. Mynd: UNHCR/Adam Dean

Útvega bóluefni fyrir 50% barna í heiminum, sem bjargar 3 milljónum mannslífa á ári.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Barn í Laos bólusett. Mynd: UNICEF/Simon Nazer

Hjálpa og vernda 82.5 milljónir manna sem flýja stríð, hungur og ofsóknir.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Flóttamenn frá Venesúela Í Kólombíu njóta aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Mynd: UNHCR/Vincent Tremeau

Vinna með 196 ríkjum að því að takmarka hækkun hitastigs á jörðinni við að hámarki 2°C.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Tuvalu er eitt af þeim eyríkjum sem gætu horfið í hafið ef yfirborð þess hækkar af völdum loftlagsbreytinga. Mynd: UNDP/Luke McPake

Gæta friðar með 95 þúsund friðargæsluliðum í 13 friðargæsluverkefnum um allan heim.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Malí. Mynd: UN Photo/Gema Cortes

Glíma við vatnsskort sem snertir 2.2 milljarða manna í heiminum.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Írakar aðstoðaðir við að afla neysluvatns. UNHCR/Rasheed Hussein Rasheed

Vernda og efla mannréttindi á heimsvísu, m.a. á grundvelli 80 alþjóðasáttmála og yfirlýsinga.

75 ára afmæli SÞ
Vend mannréttinda er einn af hornsteinum SÞ. Flóttamenn í Suður-Súdan. Mynd: UN Photo/Isaac Billy

Samræma notkun 28.8 milljarða dala neyðaraðstoðar árlega í þágu 108.8 milljóna nauðstaddra.

75 ára afmæli SÞ
Milljónir Jemen-búa reiða sig á neyðaraðstoð sem Sameinuðu þjóðirnar samræma. Mynd: OCHA/Giles Clarke

Notar diplómatískar aðferðir til að hindra að átök brjótist út: aðstoðar 50 ríki við að halda kosningar.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna.
Kosningaaðstoð SÞ Í Afganistan. Mynd: UNAMA/Abbas Naderi

Aðstoða 2 milljónir kvenna á mánuði að glíma við vanda í meðgöngu og fæðingu.

75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Indversk móðir og barn. Mynd: UNDP

Fréttir

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

SÞ taka virkan þátt í hjálparstarfi í Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar vinna náið með yfirvöldum í Líbanon við að takast á við afleiðingar...

Tími kominn til að binda enda á kjarnorkuvána

Þess er minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að 75 ár eru liðin frá kjarnorkuárásunum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í myndbands-ávarpi í dag vottaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fórnarlömbum árásanna virðingu sína og lauk lofsorði á eftirlifendur og baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum.

Þurfum meira á menntun að halda en nokkru sinni...

Skólar voru lokaðir í 160 ríkjum um miðjan síðasta mánuð og meir en 1 milljarður námsmanna naut ekki kennslu vegna COVID 19 faraldursins. „COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér mestu truflun í sögu menntunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann fylgdi úr hlaði stefnumótunarskýrslu um stöðu  mennntunar á tímum faraldursins.

Álit framkvæmdastjóra