Að bólusetja heimsbyggðina

0
755
Bólusetningar 75 ára afmæli SÞ

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Með bólusetningu er manneskja gerð ónæm eða þolin gegn smitsjúkdómi með sprautun bóluefnis.  Bóluefnið glæðir ónæmiskerfið í því skyni að vernda hinn bólusetta framvegis gegn smiti eða sjúkdómi. Talið er að bólusetningar komi í veg fyrir 2 til 3 milljónir dauðsfalla á hverju ári. Þetta er ein hagkvæmasta heilsufarsaðgerð sem um getur.

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og samstarfsaðilar þeirra hafa bjargað milljonum mannslífa undanfarna áratugi.

Talið er að 84% barna í heiminum séu nú bólusett við barnaveiki, kíghósta og stífkrampa. Þetta hlutfall var aðeins 20% árið 1980 Frá 2000 til 2012 fækkaði dauðsföllum af völdum mislinga um 78% í heiminum. Nærri milljarður Afríkubúa mun hafa öðlast vörn gegn gulu fyrir 2026, nærri helmingur börn undir 15 ára aldri.

Sífellt er verið að ryðja úr vegi hindrunum fyrir nýjum bólusetningu. Bólusetningar hafa líka greitt fyrir því að mannslífum sé bjargað með dreifingu neta með skordýra vörn til að verjast mýrarköldu (malaríu) og A vítamíns til að hindra vænnæringu.

Á hverju ári nær UNICEF til nærri helmings barna í heiminum með bólusetningum sem bjarga mannslífum. Fleiri börn njóta verndar vegna bólusetninga en nokkru sinni fyrr en árið 2019 voru þó enn 13.5 milljónir baran sem ekki hafa verið bólusett.

Slakt ónæmi hjá fátækum og jarðar-börnum vegur upp á móti þeirra framfæra sem orðið hafa á öðrum sviðum í baráttu við mæðra- og barnadauða. Meir en 1.5 milljón manna deyja á ári hverju af völdum sjúkdóma sem forðast mætti með bólusetningum.

MótumFramtíðOkkar #UN75