2 milljónir Haítíbúa þjást af völdum Sandy

0
495

Haiti Sandy

5. nóvember 2012. Allt að tvær milljónir Haítíbúa eiga um sárt að bind af völdum fellibyljarins Sandy og eiga á hættu að verða vannæringu að bráð.
Samkvæmt upplýsingum Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum létust 60 manns á Haítí af völdum Sandy áður en hann skall á austurströnd Bandaríkjanna. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum svo sem vegum, skólum og sjúkrahúsum og þúsundir heimila eyðilögðust.

“Vatnsyfirborð hefur verið að lækka eftir flóðin síðustu vikuna en flætt hefur yfir 18 þúsund heimili, þau skemmd eða eyðilögð,” segir Jens Laerke,  talsmaður OCHA. Haítí glímir nú við samanlaðgar afleiðingar tveggja fellibylja Sandy og Isaac sem reið yfir eyríkið í ágúst til viðbótar skæðum þurrkum.

Fæðuöryggi hefur verið stórlega skert og segir Laerke að allt að tvær milljónir manna eigi vannæringu yfir höfði sér. Auk matvælaástandsins hefur OCHA áhyggjur af afdrifum 350 þúsund manna sem búa enn í búðum fyrir þá sem flosnað hafa upp innanlands af völdum jarðskjálftans sem skók eynna í janúar 2010.

Mynd: Fellibylurinn Sandy fór yfir vesturhluta Haítí. MINUSTAH/Logan Abassi