2014: ár kristallafræði

0
451

krystallar
10.janúar 2014. Kristallafræði er eitt fjögurra málefna sem Allsherjarþing SÞ hefur helgað árið 2014. Kristallar eru hvarvetna í náttúrunni.  Þeir eru sérstaklega algengir í bergi og má nefna steintegundir (eðalsteinar, grafít og fl.) en þeir eru víðar, meira að segja í snjókornum, ís og saltkornum. Kristallafræði er stunduð með því að skoða uppbyggingu efnisins með röntgengeislum. Brugðið er upp þrívíddarmyndu af kristöllum með notkun geisla. Kristallafræði er til grundvallar nánast allra nýrra efna sem finna má í hversdagslegum hlutum á borð við minniskorti tölva, flatskjám, bílum og flugvélahlutum. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árið 2014, ár Fjölskyldulandbúnaðar, kristallafræði, vanþróaðra smáeyja og samstöðu með palestínsku þjóðinni.Við fjölluðum um fjölskyldulandbúnaðinn í gær og hin málefnin næstu daga.
UNESCO, Mennta- vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna sér um alþjóðaár kristillafræðinnar.