2016: Alþjóðlega baunaárið

0
506
Belgfrukter

Belgfrukter

6.janúar 2015.Belgjurtir á borð við linsubaunir, kjúklingabaunir og fleiri slíkar tegundir, gegna þýðingarmiklu hlutverki í fæðu stórs hluta jarðarbúa.

Einkum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu eru belgjurtir uppistaða í mörgum hefðbundnum réttum og eru oft ræktaðar af smábændum. „Það hefur Belgjurtirlöngu verið sýnt fram á það vísindalega að baunir eru hollar og næringarríkar, en engu að síður er neysla þeirra lítil í mörgum þróunar- og þróuðum ríkjum. Okkur ber að vinna gegn þessum þekkingarskortir“, sagði Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu til að marka upphaf Aþjóðaárs bauna 2016. 

PUlsesHann lagði áherslu á mikilvægi bauna í baráttunni gegn hungri og vannæringu og í viðleitni til að tryggja fæðuöryggi, umhverfisvernd og góða heilsu.

Baunir eru fitusnauðar, auðugar af eggjahvítuefnum og eru steinefnaríkar. Í tilefni af alþjóðlega árinu hafa Sameinuðu þjóðirnar komið á fót gagnabanka sem innihalda 850 uppskriftir alls staðar að úr heiminum þar sem baunir eru í aðalhlutverki.

Hér fyrir neðan eru nokkrar uppskriftir en enn fleiri má finna hér.

Asía og Kyrrahafið

Bhuna Kichuri – Bangladesh
Áttafjársjóða hrísbúðingur – Kína
Dal – India
Karrí með kjúklingabaunum – Indland
Kichidi – Indland
Grænar baunir með miso – Filippseyjar
Chili með kjöti (Chili con carne)– Filippseyjar

Afríka
Augn(kúa)bauna  garifoto – Gana
Githeri – Kenía
Baassi Salte – Senegal
Kartöflur, kjúklingabaunir og hnetur– Tansanía
Okra med baunum– Sambía

Ameríka
Hrísgrjón með baunum – Brasilía
Tamalitos a la Inflacion – Kosta Ríka
Svarbaunasúpa – Dominíkanska lýðveldið
Moste baunir– Perú
Rauðbaunir með hrísgrjónum-Bandaríkin

Evrópa
Tómatbaunir– Grikkland
Matbaunasúpa– Holland

Miðausturlönd og Norður-Afríka
Chourbat al-bourghol – Alsír
Falafel – Egyptaland
Húmus – Líbanon