25 ára afmæli Tsjernobil minnst

0
504
alt

Slysið í kjarnorkuverunum í Japan rétt eins og Tsjernobil slysið ættu að vekja heiminn til “djúprar umhugsunar” um framtíð kjarnorku, segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem nú heimsækir Úkraínu þegar 25 ára afmælis kjarnorkuslyssins í Tsjernobil er minnst.

altBan lagði fram fimm liða áætlun til að auka kjarnorkuöryggi á ráðstefnu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.

 “Enn einu sinni gerum við okkur ljóst að kjarnorkuslys virða engine landamæri,” sagði Ban í ræðu sinni. “Þau ógna heilsu manna og umhverfinu. Þau valda efnahagslegum skakkaföllum og trufla jafnt landbúnað, sem viðskipti og þjónustu í heiminum.”

Hann hvatti aðildarríkin til að læra af reynslunni og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að bestu mögulegu öryggisstöðlum sé fylgt. Hann hvatti til þess að starf Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar yrði eflt og athyglin skerpt á tengslum náttúruhamfara og kjarnorkuöryggis.
“Tryggja verður að kjarnorkuver þoli allt frá jarðskjálftum til skálftaflóð, eldsvoðum til flóða.”

Ban Ki-moon á ráðstefnunni í Kænugarði. Honum á hægri hönd er Nursultan A. Nazarbajev, forseti Kasakstan; og á vinstri hönd: Viktor Janukovits, forseti Úkraínu og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. SÞ-mynd: Paulo Filgueiras.