40% fækkun átaka

0
821
Stjórnarerindrekstur 75 ára afmæli SÞ

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Sameinuðu þjóðunum hefur tekst með eigin friðarviðleitni eða milligöngu þriðja aðila tekist að binda enda á átök í mörgum ríkjum. Nýleg dæmi eru Sierra Leone, Líbería, Búrundí, norður-suðurdeilan í Súdan og Nepal.

Rannsóknir benda til að friðarviðleitni, friðargæsla og aðgerðir Sameinuðu þjóðanna til að hindra að átök brjótist út skili árangri. Eigi þetta starf verulegan þátt í að átökum hafi fækkað í heiminum um 40% síðan 1990.

Áður en upp úr sýður

Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 1945 á þeim rústum sem Síðari heimsstyrjöldin skildi eftir sig. Eitt helsta markmið samtakanna var að tryggja frið í heiminum og öryggi.

Mikilvægur hluti þess er stjórnarerindrekstur og sáttaumleitanir sem hafa að markmiði að hindra að átök brjótist út. Styrjaldir hafa í för með sér ómældar mannlegar þjáningar og efnahagslegan skaða. Besta leiðin til að forðast slíkt er einfaldlega að hindra að átök brjótist út.

Sameinuðu þjóðirnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því að hindra að átöku brjótist út, og nota til þess stjórnarerindrekstur og fiðarumleitanir. Sérstakir erindreka samtakanna og póitiskar sendisveitir á vettvangi gegna þessu hlutverki.

Að auki hafa 11 friðargæslusveitir verið sendar út af örkinni að átökum loknum til að tryggja stöðugleika og byggja upp friðsamleg samfélög.

Sjá nánar hér: https://bit.ly/2uLZWx4

MótumFramtíðOkkar #UN75