5 staðreyndir um Alþjóða glæpadómstólinn

0
29
Alþjóða glæpadómstóllinn var stofnaður 2002 og situr í Haag í Hollandi. Mynd: UN Photo/Rick Bajornas
Alþjóða glæpadómstóllinn var stofnaður 2002 og situr í Haag í Hollandi. Mynd: UN Photo/Rick Bajornas

Alþjóða glæpadómstóllinn. Alþjóðadómstóllinn. Alþjóða glæpadómstóllinn var stofnaður 2002 og situr í Haag í Hollandi. Hann er glæpadómstóll og sækir einstaklinga til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð eða mannkyninu. 

Nú síðast gaf saksóknari við dómstólinn út beiðni um handtökuskipun á hendur Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant varnarmálaráðherra og þremur leiðtogum Hamas.

Dómarar við Alþjóða glæpadómstólinn þurfa nú að samþykkja eða synja handtökuskipuninni.

Hér eru fimm staðreyndir um Alþjóða glæpadómstólinn.

Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels talar á Allsherjarþinginu.
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels talar á Allsherjarþinginu. Mynd: UN News
  1. Fjallar um alvarlegustu glæpi

 Alþjóðaglæpadómstóllinn (oft skammstafaður ICC) er fyrsti varanlegi alþjóðleglegi dómstóll af þessu tagi sem starfar á grunni alþjóðlegra samþykkta. Hllutverk hans er að rannsaka og sækja til saka gerendur í málum sem snúast um glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi, þjóðarmorð og fleira.

Dómstóllinn hefur með árangursríkum hætti sótt til saka einstaklinga fyrir glæpi í fyrrverandi Júgóslavíu (þar á meðal Srebrenica). Hann hefur tekið til umfjöllunar mikilsverð mál og beint kastljósi að glæpum sem snúast um beitingu barnahermanna, eyðileggingu menningararfleifðar, kynferðislegt ofbeldi og árásir á óbreytta borgara. Smátt og smátt hafa dómar í fordæmisgefandi málum myndað traustan grunn dómaframkvæmdar.

Barn sem þjáist af alverlegri vannæringu á sjúkarhúsi á suðurhluta Gasasvæðisins í apríl 2024. Mynd: WHO.
Barn sem þjáist af alverlegri vannæringu á sjúkarhúsi á suðurhluta Gasasvæðisins í apríl 2024. Mynd: WHO.

Dómstóllinn hefur rannsakað mál í ýmsum ofbeldisfyllstu átökum heims, til dæmis í Darfur, Lýðveldinu Kongó, Gasasvæðinu, Georgíu og Úkraínu. Á meðal þeirra sem sætt hafa handtökuskipun eru Vladimir Pútin Rússlandsforseti og einstaklingar í Líbýu.

Á hinn bóginn er ekki heyglum hent að handtaka einstakling þótt skipun sé gefin út. Dómstóllinn býr ekki yfir neins konar lögreglu til að framfylgja handtökuskipunum og reiðir sig á aðildarríki til að framfylgja skipunum.

Flestir þeirra sem sætt hafa ákæru eru frá Afríkuríkjum.

Dorika fórnalamb nauðgunar í Norður-Kivu í Lýðveldinu Kongó. Finbarr O’Reilly/ICC
Dorika fórnalamb nauðgunar í Norður-Kivu í Lýðveldinu Kongó. Finbarr O’Reilly/ICC
  1. Þátttaka fórnarlamba

Dómstóllinn leitast ekki eingöngu við að rétta yfir gerendum í alvarlegustu glæpum heldur einnig að láta raddir fórnarlamba heyrast. Meir en tíu þúsund fórnarlömb hafa tekið þátt í málsmeðferð.

Aðildarríki hafa hleypt af stokkunum bótasjóði fyrir fórnarlömb (ICC Trust Fund for Victims) og nýlega hafa í fyrsta skipti úrskurðir dómsins um bætur orðið að veruleika. Þar á meðal eru bætur til fórnarlamba og fjölskyldna þeirra í Lýðveldinu Kongó. Sjóðurinn hefur einnig veitt 450 þúsund fórnarlömbum líkamlegan-, sálfræðilegan, félags- og efnahagslegan stuðning.

Karim Khan saksóknari Alþjóða glæpadómstólsins kannar landfyllingu í Tarhunah í Líbýu þar sem fjöldagröf hefur fundist. Mynd: ICC.
Karim Khan saksóknari Alþjóða glæpadómstólsins kannar landfyllingu í Tarhunah í Líbýu þar sem fjöldagröf hefur fundist. Mynd: ICC.
  1. Að tryggja réttláta málsmeðferð

Allir sakborningar eru saklausir uns sekt er sönnuð. Hver sakborningur á rétt á opinberri og óháðri málsmeðferð.

Við málsmeðferð hjá Alþjóða glæpadómstólnum njóta sakborningar og grunaðir einstaklingar þýðingarmikilla réttinda, þar á meðal að fylgjast með málsmeðferð á tungumáli sem viðkomandi skilur fyllilega. Dómstóllinn hefur ráðið túlka og þýðendur á rúmlega 40 tungumálum.

Hamar
Mynd: UNODC
  1. Viðbót við innlenda dómstóla

Dómstóllinn kemur ekki í stað innlendra dómstóla. Hann er síðasta úrræði. Ríki bera ábyrgð á að rannsaka, rétta yfir og refsa gerendum í alvarlegustu glæpum.

Dómstóllinn grípur aðeins inn í þegar ríki vilja ekki eða geta ekki tekið á alvarlegum glæpum sem falla undir lögsögu dómsins.

Fjármagn og úrræði dómstólsins eru hins vegar af skornum skammti og því getur hann aðeins fjallað um fá mál í einu.

Vladimir Pútin forseti Rússland flytur ávarp á Allsherjarþinginu 2015. Mynd: UN Photo/Cia Pak
Vladimir Pútin forseti Rússland flytur ávarp á Allsherjarþinginu 2015. Mynd: UN Photo/Cia Pak
  1. Viðbót við réttarkerfi

Þökk sé stuðningi 120 ríkja frá öllum heimsálfum, sem eru aðilar að Alþjóða glæpadómstólnum, hefur hann haslað sér völl sem varanlegur og óháður dómstóll.

En ólíkt innlendum dómskerfum býr dómstóllinn ekki fyrir eigin lögreglu. Því er hann háður samvinnu við ríki til að framfylgja handtökuskipunum eða boðunum fyrir réttinn.

Dómstóllinn hefur heldur ekki aðstöðu til að flytja vitni, sem eru í hættu stödd, á nýjan stað.

Að þessu leyti er dómstóllinn verulega háður stuðningi og samvinnu við ríki.

Fáni Sameinuðu þjóðanna við hún fyrir utan Friðarhöllina í Haag, heimili Alþjóðadómstólsins. Mynd: UN Photo
Fáni Sameinuðu þjóðanna við hún fyrir utan Friðarhöllina í Haag, heimili Alþjóðadómstólsins. Mynd: UN Photo

Að hvaða leyti er Alþjóða glæpadómstóllinn ólíkur Alþjóðadómstólnum?

Oft er Alþjóða glæpadómstólnum (International Criminal Court (ICC)) ruglað saman við Alþjóðadómstólinn (International Court of Justice (ICJ)). Hér má sjá hvað er ólíkt með þeim:

  • Einfaldast er að útskýra muninn með því að Alþjóðadómstóllinn fjallar um málefni ríkja. Alþjóða glæpadómstóllinn sinnir hins vegar glæpamálum sem snúast um mál einstaklinga sem kærðir eru fyrir stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyninu/mannúð.
  • Alþjóðadómstóllinn er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóða glæpadómstóllinn er lagalega óháður Sameinuðu þjóðunum, en nýtur þó stuðnings Allsherjarþingsins.
  • Ekki eru öll 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna aðilar að Alþjóða glæpadómstólnum. Dómstóllinn getur hafið rannsókn eða hafið mál sem tengjast meintum glæpum sem framin eru á landsvæði eða af þegni ríkis sem er aðili að dómstólnum eða af ríki sem samþykkt hefur lögsögu hans.
  • Sjá nánar um Alþjóðadómstólinn hér og hér.